1. gr.
Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 604 frá 3. júlí 2017 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2017/2018 staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélagi:
Vopnafjarðarhreppur.
Ákvæði reglugerðar nr. 604/2017 gilda um úthlutun byggðakvóta Vopnafjarðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:
|
a) |
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, skal skipt þannig: byggðakvóta skal skipt hlutfallslega milli báta undir 1.000 brúttótonnum, sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar og skráð voru á Vopnafirði 1. júlí 2017. |
2. gr.
Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt eru felldar úr gildi áður auglýstar reglur Vopnafjarðarhrepps um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2017/2018, samkvæmt auglýsingu nr. 227/2018.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 4. apríl 2018.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Arnór Snæbjörnsson.
Annas Jón Sigmundsson.
|