Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1251/2020

Nr. 1251/2020 1. desember 2020

AUGLÝSING
um flokkun vöru og þjónustu vegna vörumerkja.

1. gr.

Gildissvið.

Í samræmi við 16. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki með síðari breytingum og ákvæði Nice-samningsins frá 15. júní 1957 um alþjóðlega flokkun vöru og þjónustu vegna skráningar vöru­merkja með síðari breytingum, gildir eftirfarandi flokkaskrá fyrir vörur og þjónustu vegna skrán­ingar vöru­merkja. Flokkaskráin er birt sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.

Flokkaskráin er í samræmi við 11. útgáfu alþjóðlegu skrárinnar um flokkun vöru og þjónustu við skráningu vörumerkja samkvæmt Nice-samningnum sem tók gildi 1. janúar 2017 og þær breyt­ingar sem átt hafa sér stað frá þeim tíma. Flokkaskráin er uppfærð með rafrænum hætti um hver áramót.

 

2. gr.

Breytingar þann 1. janúar 2021.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á íslenskri þýðingu á yfirskriftum flokkaskrárinnar frá og með 1. janúar 2021.

  1. Flokkur 35: Í stað „rekstur og stjórnun fyrirtækja“ kemur: rekstur, skipulagning og stjórnun fyrirtækja.
  2. Flokkur 36 orðast svo: Fjármála-, gjaldmiðla- og bankaþjónusta; tryggingastarfsemi; fasteigna­viðskipti.

 

3. gr.

Gildistaka og brottfall.

Auglýsing þessi gildir frá og með 1. janúar 2021. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing um flokkun vöru og þjónustu vegna vörumerkja nr. 1061/2019.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 1. desember 2020.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Sigrún Brynja Einarsdóttir.

Brynhildur Pálmarsdóttir.

 

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 15. desember 2020