Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 484/2018

Nr. 484/2018 30. apríl 2018

GJALDSKRÁ
fyrir þjónustu Ríkiskaupa.

1. gr.

Útboðs- og innkaupaþjónusta.

Gjald fyrir verkefni er innheimt samkvæmt tímaskráningu starfsmanna miðað við eftirfarandi tíma­gjald:

  kr./klst.
Útboðsfulltrúi   9.200
Verkefnastjóri 16.100
Sviðsstjóri 18.900

Auglýsingar og önnur aðkeypt þjónusta er ekki innifalin og greiðist sérstaklega samkvæmt reikn­ingi.

2. gr.

Innflutningur.

Kostnaðarverð sendingar kr.   Þjónustugjald
0 – 450.000   23.950 kr.
450.001 – 900.000      6%
900.001 – 3.000.000      4%
3.000.001 – 6.000.000      3%
6.000.001 – 11.000.000      2%
11.000.001 – 99.999.999      1,5%

3. gr.

Innlend vörukaup.

Þjónustugjald 3% Lágmark kr. 5.490
(bætist við kostnaðarverð vöru)    

4. gr.

Aðildargjald rammasamninga.

Opinberir aðilar sem falla ekki undir A-hluta, skulu undirrita umsókn um aðild að rammasamningum Ríkiskaupa. Aðildargjald að rammasamningum skal taka mið af umfangi innkaupa á vöru og þjón­ustu hjá þeim opinbera aðila sem áskriftarsamningur er gerður við. Aðildargjaldið skal jafn­framt endurspegla kostnað við undirbúning og rekstur rammasamningana. Lágmarksgjald er kr. 200.000.

5. gr.

Sala fasteigna.

Söluverð fasteignar kr.           Þjónustugjald
0 – 60.000.000   1,95% Lágmark kr. 139.300
60.000.001 – 100.000.000   1,60%  
100.000.001 – 200.000.000   1,40%  
200.000.001 og yfir   1,20%  

Auglýsingar og önnur aðkeypt þjónusta er ekki innifalinn og greiðist sérstaklega samkvæmt reikn­ingi.

6. gr.

Kaup fasteigna.

Gjald innheimt samkvæmt tímagjaldi. Auglýsingar og önnur aðkeypt þjónusta greiðist sérstaklega samkvæmt reikningi.

7. gr.

Kaup bifreiða.

Þjónustugjald 2,5%  

8. gr.

Sala bifreiða.

Þjónustugjald 3% Lágmark kr. 48.800

9. gr.

Sala véla og tækja.

Þjónustugjald 3% Lágmark kr. 24.800

10. gr.

Sala notaðra muna.

Þjónustugjald 20% Lágmark kr. 1.250

11. gr.

Lögfræðiþjónusta.

Gjald fyrir verkefni er innheimt samkvæmt tímaskráningu starfsmanna miðað við eftirfarandi tímagjald:

Tímagjald lögfræðings   16.100 kr./klst.
Tímagjald yfirlögfræðings   18.900 kr./klst.

Auglýsingar og önnur aðkeypt þjónusta er ekki innifalin og greiðist sérstaklega samkvæmt reikningi.

12. gr.

Gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt 101. gr. laga nr. 120/2016, um opinber innkaup, og öðlast þegar gildi. Jafnframt er úr gildi felld eldri gjaldskrá sama efnis nr. 525/2017. Öll verð í gjaldskránni eru án virðisaukaskatts.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 30. apríl 2018.

F. h. r.

Sigurður H. Helgason.

Kjartan Dige Baldursson.


B deild - Útgáfud.: 17. maí 2018