Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 262/2020

Nr. 262/2020 13. mars 2020

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 845/2014, um innkaup stofnana á sviði varnar- og öryggismála.

1. gr.

10. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu til útboðs, jafnt innanlands sem og á Evrópska efna­hags­svæðinu, skulu vera sem hér segir:

55.795.000 kr. þegar um er að ræða vöru- og þjónustusamninga,
697.439.000 kr. þegar um er að ræða verksamninga.

Samkvæmt reglugerð þessari skal bjóða út öll innkaup sem eru yfir viðmiðunar­fjárhæðum, samkvæmt 1. mgr., í samræmi við þau innkaupaferli sem nánar er kveðið á um í VI. kafla.

Við innkaup undir viðmiðunarfjárhæðum skal kaupandi ávallt gæta hagkvæmni og gera saman­burð meðal sem flestra fyrirtækja. Slíkur samanburður skal jafnan gerður bréflega eða með rafrænni aðferð. Við þessi innkaup skal virða jafnræðisreglu 5. gr. svo og ákvæði 25. gr. um tækniforskriftir.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1830 frá 30. október 2019 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/81/ESB að því er varðar viðmiðunarfjárhæðir vegna vöru-, þjónustu- og verksamninga.

Reglugerðin er sett með heimild í 3. mgr. 7. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 177/2018 um breytingu á reglugerð nr. 845/2014, um innkaup stofnana á sviði varnar- og öryggismála.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 13. mars 2020.

 

F. h. r.

Sigurður H. Helgason.

Hrafn Hlynsson.


B deild - Útgáfud.: 27. mars 2020