Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 310/2021

Nr. 310/2021 5. mars 2021

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 155/2011 um val nemenda til náms í tannlæknisfræði og tannsmíði við tannlæknadeild Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglnanna:

  1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Prófað verður úr öllum námskeiðum sem metin eru til náms­eininga á haustmisseri 1. námsárs.
  2. Í 8. málsl. 1. mgr. undir staflið a, Kandídatsnám í tannlækningum, falla brott orðin „þá í vefja­fræði“.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglnanna:

  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Prófað verður úr öllum námskeiðum sem metin eru til náms­eininga á haustmisseri 1. námsárs.
  2. Í upptalningu á námskeiðum og vægi þeirra undir staflið a, Kandídatsnám í tannlækningum, breytist einingafjöldi einstakra námskeiða sem hér segir: (i) Í stað „9e“ aftan við námskeiðs­heitið „Almenn líffræði A“ kemur: 10e. (ii) Í stað „5e“ aftan við námskeiðsheitið „Form­fræði tanna, fræðileg“ kemur: 6e. (iii) Námskeiðsheitið „Vefjafræði“, ásamt tilheyr­andi ein­inga­fjölda, fellur brott úr upptalningunni.
  3. Í upptalningu á námskeiðum og vægi þeirra undir staflið b, BS nám í tannsmíði, breytist einingafjöldi námskeiðsins „Formfræði tanna, fræðileg“ þannig að í stað „5e“ kemur: 6e.

 

3. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fenginni tillögu heilbrigðis­vísinda­sviðs, eru settar með heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 5. mars 2021.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 22. mars 2021