Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 800/2024

Nr. 800/2024 24. júní 2024

REGLUR
um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um endurbótaáætlanir og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um nánari framkvæmd varðandi endurbótaáætlanir vegna laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og varðandi skilameðferð vegna laga nr. 70/2020 um skilameðferð lána­stofnana og verðbréfafyrirtækja.

 

2. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi eftirtaldar reglugerðir Evrópusambandsins, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið og bókun 1 við EES-samninginn:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1075 frá 23. mars 2016 um við­bætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla sem tilgreina inntak endurbótaáætlana, skilaáætlana og skilaáætlana sam­stæðu, lágmarksviðmið sem lögbært yfirvald á að meta að því er varðar endurbótaáætlanir og endur­bóta­áætlanir samstæðu, skilyrði fyrir fjárstuðningi innan samstæðu, kröfur til óháðra matsaðila, samningsbundna viðurkenningu á niðurfærslu- og umbreytingar­heimildum, verk­lag og inntak tilkynningarskyldu og tilkynningar um frestun og rekstrarlega starfsemi skila­ráðanna, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 frá 27. september 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 3 frá 5. janúar 2023, bls. 58-61. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 37 frá 27. maí 2021, bls. 132-202.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1400 frá 10. maí 2016 um við­bætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina lágmarksatriði áætlunar um endurskipulagningu rekstrar og lágmarksinnihald framvinduskýrslna vegna framkvæmdar áætlunarinnar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 frá 27. september 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 3 frá 5. janúar 2023, bls. 58-61. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34 frá 12. maí 2021, bls. 352-357.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1624 frá 23. október 2018 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar verklagsreglur og stöðluð eyðublöð og sniðmát fyrir tilhögun upplýsingamiðlunar að því er varðar skilaáætlanir fyrir lánastofnanir og verð­bréfa­fyrirtæki samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB og um niður­fellingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1066 með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2020 frá 12. júní 2020 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 22 frá 16. mars 2023, bls. 22‑23. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 55 frá 26. ágúst 2021, bls. 147-211.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/348 frá 25. október 2018 um við­bætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla þar sem tilgreind eru viðmið til að meta hvaða áhrif fall stofnunar hefur á fjármálamarkaði, aðrar stofnanir og aðstæður til fjármögnunar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2020 frá 12. júní 2020 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 22 frá 16. mars 2023, bls. 22-23. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 37 frá 27. maí 2021, bls. 100-110.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/622 frá 15. apríl 2021 um tækni­lega framkvæmdastaðla fyrir beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar samræmd skýrslusniðmát, fyrirmæli og aðferðafræði um hvernig gefa eigi skýrslu um lágmarkskröfuna um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 248/2022 frá 23. september 2022 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 31 frá 20. apríl 2023, bls. 41-42. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 92 frá 20. desember 2023, bls. 97-110.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/763 frá 23. apríl 2021 um tæknilega framkvæmdastaðla fyrir beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar skýrslugjöf til eftirlitsyfirvalda og opinbera birtingu á lágmarkskröfunni um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 325/2022 frá 9. desember 2022 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 48 frá 29. júní 2023, bls. 58-59. Reglugerðin er birt í fylgiskjali með reglum þessum.
  7. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1340 frá 22. apríl 2021 um við­bætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir ákvörðun á innihaldi samningsskilmála um viðurkenningu á heimildum til að fresta skilameðferð, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 248/2022 frá 23. september 2022 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 31 frá 20. apríl 2023, bls. 41-42. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 73 frá 12. október 2023, bls. 156-158.
  8. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1527 frá 31. maí 2021 um við­bætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir samningsbundna viðurkenningu á niðurfærslu- og umbreytingar­heimild­um, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 28/2024 frá 2. febrúar 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25 frá 21. mars 2024, bls. 399-402.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1751 frá 1. október 2021 um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar samræmd snið og sniðmát fyrir tilkynningar um ákvörðun á því hve óframkvæmanlegt er að fella inn samningsbundna viðurkenningu á niðurfærslu- og umbreytingarheimildum, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 183/2022 frá 10. júní 2022 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 66 frá 13. október 2022, bls. 29-30. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 73 frá 12. október 2023, bls. 37-50.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/365 um breytingu á fram­kvæmdarreglugerð (ESB) 2018/1624 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar verklagsreglur, stöðluð eyðublöð og sniðmát fyrir tilhögun upplýsingamiðlunar að því er varðar skilaáætlanir fyrir lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki samkvæmt tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 2014/59/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sam­eiginlegu EES-nefndarinnar nr. 183/2022 frá 10. júní 2022 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 66 frá 13. október 2022, bls. 29-30. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 73 frá 12. október 2023, bls. 51-95.

 

3. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar eru settar með stoð í 5. mgr. 9. gr., 8. mgr. 10. gr., 3. mgr. 11. gr., 3. mgr. 12. gr., 3. mgr. 13. gr., 3. mgr. 14. gr., 4. mgr. 22. gr., 10. mgr. 23. gr., 36. gr., 9. mgr. 60. gr., 4. mgr. 78. gr. a og 5. mgr. 89. gr. laga nr. 70/2020 um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og 4. mgr. 82. gr. a, 3. mgr. 82. gr. b, 3. mgr. 82. gr. e og 2. mgr. 109. gr. r laga nr. 161/2002 um fjármála­fyrirtæki.

Reglurnar öðlast þegar gildi. Við gildistöku reglnanna falla úr gildi reglur nr. 666/2021 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins varðandi tæknilega staðla um skilameðferð og endurbóta­áætlanir lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og reglur nr. 398/2023 um upplýsingagjöf varðandi skila­meðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.

 

Seðlabanka Íslands, 24. júní 2024.

 

  Ásgeir Jónsson Rannveig Júníusdóttir
  seðlabankastjóri. framkvæmdastjóri.

 

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 8. júlí 2024