Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 260/2017

Nr. 260/2017 15. mars 2017

REGLUGERÐ
um starfstíma framhaldsskóla.

1. gr.

Árlegur starfstími nemenda í framhaldsskólum skal miðast við 180 kennslu- og námsmatsdaga. Skólameistari ákveður, að höfðu samráði við skólaráð og almennan kennarafund, upphaf og lok skólastarfs ár hvert á bilinu 18. ágúst – 31. maí. Hann skal tilkynna kennurum og nemendum þá ákvörðun fyrir lok næsta skólaárs á undan.

Skólameistari ákveður, að höfðu samráði við skólaráð og almennan kennarafund, hvernig fyrr­nefndir 180 dagar skiptast milli kennslu og námsmats og helgast það af skólastarfi og náms­mats­aðferðum skólans.

2. gr.

Vilji skóli starfrækja sumarönn skal hann leita heimildar mennta- og menningarmálaráðherra. Um starfsemi framhaldsskóla á sumarönn fer samkvæmt námskrá handa framhaldsskólum og gildandi lögum og reglugerðum um starfsemi þeirra.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 15. laga nr. 92/2008, um framhaldsskóla, og öðlast þegar gildi. Um leið fellur úr gildi reglugerð nr. 6/2001, um starfstíma framhaldsskóla og leyfisdaga.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 15. mars 2017.

Kristján Þór Júlíusson.

Ásta Magnúsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 29. mars 2017