Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1190/2020

Nr. 1190/2020 26. nóvember 2020

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 1017/2003 um skoðanir á skipum og búnaði þeirra, með síðari breytingum.

1. gr.

19. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Skoðun ekjuferja og háhraðafarþegafara.

Samgöngustofa annast skoðun ekjuferja og háhraðafarþegafara í innananlandssiglingum á haf­svæði A í samræmi við ákvæði reglugerðar um skoðanakerfi fyrir öruggan rekstur ekjufarþegaskipa og háhraðafarþegafara í áætlunarferðum. Þar sem ákvæðum þeirrar reglugerðar sleppir skal beita 17. gr. að breyttu breytanda.

Samgöngustofa annast skoðun ekjuferja og háhraðafarþegafara í millilandasiglingum í samræmi við ákvæði reglugerðar um hafnarríkiseftirlit, nr. 816/2011, með áorðnum breytingum. Þar sem ákvæði þeirrar reglugerðar sleppir skal beita 18. gr. að breyttu breytanda.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 4. mgr. 1. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003 með áorðnum breytinum og öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 26. nóvember 2020.

 

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Eggert Ólafsson.


B deild - Útgáfud.: 30. nóvember 2020