Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1409/2021

Nr. 1409/2021 7. desember 2021

REGLUGERÐ
um desemberuppbætur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna árið 2021.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um desemberuppbætur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna fyrir desember 2021.

Tryggingastofnun ríkisins annast framkvæmd reglugerðarinnar.

 

2. gr.

Desemberuppbót.

Foreldri langveiks eða alvarlega fatlaðs barns sem fær greiðslu í desember 2021 samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna á rétt á desemberuppbót að fjárhæð 64.066 kr. enda hafi foreldrið fengið mánaðarlegar greiðslur allt árið 2021.

Foreldri sem hefur fengið greiðslur skemur en tólf mánuði á árinu 2021 á rétt á hlutfallslegri desemberuppbót skv. 1. mgr. í samræmi við þann tíma sem foreldrið hefur fengið greiðslur á árinu samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Miða skal við 1/12 fyrir hvern mánuð.

Desemberuppbót skv. 2. mgr. skal þó aldrei nema lægri fjárhæð en 16.016 kr.

 

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 31. gr. laga nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1138/2020, um desemberuppbætur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna árið 2020.

 

Félagsmálaráðuneytinu, 7. desember 2021.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson
félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Gunnhildur Gunnarsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 9. desember 2021