Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 199/2019

Nr. 199/2019 12. febrúar 2019

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

Í stað tölunnar „60“ í 1. málsl. 15. gr. 86. gr. reglnanna kemur: 30.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 117. gr. reglnanna:

  1. Í stað orðanna „grunnskólakennsla með áherslu á náttúrugreinar og upplýsingatækni“ í upptalningu kennslugreina í a-lið 1. mgr. kemur: grunnskólakennsla með áherslu á náttúru­greinar.
  2. Á undan orðunum „kennslufræði verk- og starfsmenntunar“ í a-lið 1. mgr. kemur: grunn­skóla­kennsla með áherslu á upplýsingatækni og miðlun.
  3. Í stað orðanna „kennsla náttúrugreina og upplýsingatækni“ í upptalningu kennslugreina í b-lið 1. mgr. kemur: kennsla náttúrugreina.
  4. Á eftir orðunum „kennsla stærðfræði“ í b-lið 1. mgr. kemur: kennsla upplýsingatækni og miðlunar.
  5. 2. mgr. orðast svo:
      Deild faggreinakennslu er skipað í fimm námsbrautir, sbr. ákvæði 21. gr. þessara reglna: Námsbraut í íslensku og erlendum tungumálum, námsbraut í kennslufræði framhaldsskóla, námsbraut í list- og verkgreinum, námsbraut í samfélagsgreinum og námsbraut í stærð­fræði, náttúrugreinum og upplýsingatækni.

3. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 12. febrúar 2019.

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 27. febrúar 2019