Gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar er byggð á lögum nr. 32/2004, um vatnsveitur sveitarfélaga og reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005.
1. gr.
Vatnsgjald.
Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar og skal það vera eftirfarandi:
- Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 5.770,22 kr. pr. íbúð og 211,78 kr. pr. fermetra húss.
- Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 17.665,08 kr. pr. eign og 233,54 kr. pr. fermetra húss.
- Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum.
- Álagning skv. a–c-lið skal þó aldrei vera hærri en 0,4% eða lægri en 0,1% af fasteignamati allra húsa og lóða.
2. gr.
Gjalddagar.
Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og gjalddagar fasteignaskatta og greiðist vatnsgjaldið með fasteignasköttum.
3. gr.
Aukavatnsgjald.
Auk vatnsgjalds, skulu fyrirtæki og aðrir, er nota vatn til annars en heimilisþarfa, greiða aukavatnsgjald sem hér segir:
Aukavatnsgjald |
Kr./m³ |
fyrstu 100.000 m³ |
36,48 |
100.000 - 250.000 m³ |
33,13 |
eftir 250.000 m³ |
30,21 |
Aukavatnsgjald skal innheimta samkvæmt mæli sem Vatnsveita Dalvíkurbyggðar leggur til.
4. gr.
Mælaleiga.
Greiðendur aukavatnsgjalds skulu á tveggja mánaða fresti greiða mælagjald vegna leigu á vatnsmælum sem hér segir:
Stærð mælis |
Mælagjald í kr. á dag |
að 32 mm |
16,44 |
40 mm |
16,44 |
50 mm |
19,52 |
80 mm |
46,92 |
100 mm |
84,76 |
5. gr.
Heimæðargjald.
Þvermál inntaks |
Inntaksgjald, kr. |
Yfirlengd, kr./m |
25 |
mm |
|
291.677 |
13.685 |
32 |
mm |
|
421.309 |
13.685 |
40 |
mm |
|
534.738 |
13.685 |
50 |
mm |
|
712.984 |
13.685 |
63 |
mm |
|
1.004.660 |
13.685 |
75 |
mm |
|
1.425.968 |
13.685 |
90 |
mm |
|
2.100.249 |
13.685 |
Yfirlengd reiknast af heimtaug sem er lengri en 50 metrar í lóð viðkomandi mannvirkis. Gjald fyrir heimæðar 110 mm og víðari greiðist samkvæmt reikningi. Heimæðargjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar (grunnur 2009) 1. október 2023, 184,7 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu.
6. gr.
Ábyrgð á greiðslu gjalda.
Eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu vatnsgjalds og heimæðargjalds, en notandi, ef hann er annar en eigandi, ber ábyrgð á greiðslu aukavatnsgjalda og leigugjalda. Vatnsgjald og heimæðargjald nýtur aðfararheimildar skv. 9. gr. laga nr. 32/2004. Vatnsgjald og heimæðargjald, ásamt vöxtum og áföllum kostnaði, nýtur lögveðsréttar í fasteign eiganda næstu 2 ár eftir gjalddaga, með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfaraveði. Aukavatnsgjald og leigugjald, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum, má taka fjárnámi.
7. gr.
Gjaldskrá þessi sem samþykkt er af sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar 29. nóvember 2023 er sett með stoð í 10. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur sveitarfélaga og 11. gr. reglugerðar nr. 401/2005 um vatnsveitur sveitarfélaga.
Gjaldskráin gildir frá og með 1. janúar 2024. Jafnframt fellur brott gjaldskrá nr. 1577/2022.
Dalvíkurbyggð, 12. desember 2023.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri.
|