1. gr.
Vatnsgjald Vatnsveitu Dalabyggðar er 0,28% af fasteignamati fyrir íbúðarhúsnæði og annað húsnæði sem tengt er vatnsveitunni. Vatnsgjald á íbúðarhús skal þó að hámarki vera kr. 60.815.
2. gr.
Aukavatnsgjald skv. 10. gr. reglugerðar fyrir vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005, skal vera 18,25 kr. á hvern mældan eða áætlaðan rúmmetra vatns.
3. gr.
Leigugjald vatnsmæla, sbr. 11. gr. ofangreindrar reglugerðar, fer eftir sverleika heimæðar. Leigugjald skal greiða árlega og vera sem hér segir:
Sverleiki í mm |
kr. |
< 50 |
5.234 |
50-100 |
12.706 |
> 100 |
26.175 |
Vatnsnotandi skal greiða kostnað við uppsetningu á mæli samkvæmt reikningi.
4. gr.
Heimæðagjald skal taka mið af gerð stærð og lengd heimæðar. Miðað er við að ídráttarrör hafi verið lagt á frostfríu dýpi frá lóðarmörkum að inntaksstað mannvirkisins og frágangur hafi verið samþykktur af tæknideild Dalabyggðar.
Þvermál inntaks |
32 mm |
40 mm |
50 mm |
63 mm |
75 mm |
90 mm |
Fastagjald kr. |
65.202 |
84.763 |
104.324 |
123.886 |
143.446 |
163.006 |
Gjald á metra í kr. |
1.304 |
1.565 |
1.825 |
2.087 |
2.347 |
2.608 |
Heimæðagjald fyrir inntök stærri en 90 mm verður reiknað sérstaklega af tæknideild Dalabyggðar.
Aukakostnaður: Vanti ídráttarrör eða ef ídráttarrör reynist ónothæft greiðist 3.197 kr./m vegna skurðgraftar og ídráttarrörs. Heimæðagjald breytist 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarvísitölu. Ofangreint verð tekur mið af vísitölu byggingarkostnaðar sem tók gildi 1. desember 2021 og var 159,3 stig.
5. gr.
Eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu vatnsgjalds og heimæðagjalds. Vatnsgjald og heimæðagjald, ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði, nýtur lögveðsréttar í viðkomandi fasteign næstu tvö árin eftir gjalddaga og eru aðfararhæf samkvæmt 10. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1989.
6. gr.
Gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar er samin á grundvelli laga nr. 32/2004 um vatnsveitur sveitarfélaga og reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005, með síðari breytingum og tekur þegar gildi. Samhliða fellur úr gildi fyrri gjaldskrá nr. 1496/2020.
Gjaldskráin var samþykkt af sveitarstjórn Dalabyggðar 9. desember 2021.
Búðardal, 20. desember 2021.
Kristján Sturluson sveitarstjóri.
|