Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1273/2021

Nr. 1273/2021 12. nóvember 2021

AUGLÝSING
um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga.

Vegna aukinna COVID-19 smita í samfélaginu og á grundvelli hættustigs almannavarna vegna COVID-19 faraldursins, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekið svofellda ákvörðun með vísan til 1. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

Til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga, er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka ákvarðanir sem fela í sér tímabundin frávik frá ákvæðum samþykkta sinna um stjórn sveitarfélaga, sem mæla fyrir framkvæmd fjarfunda, sbr. 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga.

Sveitarstjórnum er heimilt að taka þessar ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt í fundinum með rafrænum hætti.

Heimild þessi öðlast þegar gildi og gildir til 31. janúar 2022.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 12. nóvember 2021.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


B deild - Útgáfud.: 15. nóvember 2021