Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
140/2020

Nr. 140/2020 23. desember 2020

LÖG
um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (tryggingagjald o.fl.).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

I. KAFLI

Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990.

1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 2. gr. skal almennt tryggingagjald vera 4,65% af gjaldstofni skv. III. kafla í staðgreiðslu á árinu 2021 og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2022 vegna tekna ársins 2021.

 

II. KAFLI

Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.

2. gr.

    Í stað orðsins „lágmarksellilífeyrir“ í 4. málsl. 2. tölul. A-liðar 7. gr. laganna kemur: lágmarks­örorkulífeyrir.

 

3. gr.

    Í stað „600.000 kr.“ í 7. tölul. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 1.500.000 kr.

 

4. gr.

    Við 1. mgr. 26. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Leiði skipting söluverðs, í sama hlutfalli og hinar seldu eignir eru metnar til fasteignamats, til verulega óeðlilegrar niðurstöðu sem ekki endurspeglar markaðsverð hinna seldu eigna skal miðað við markaðsverð þeirra á söludegi í stað fasteignamats.

 

5. gr.

    Við 28. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Styrkur í formi niðurgreiðslu frá ríkinu vegna greiðsluþátttöku í fargjöldum innan lands fyrir einstaklinga með búsetu utan höfuðborgar­svæðisins.

 

6. gr.

    Í stað orðsins „fasteignir“ í 1. málsl. a-liðar 1. mgr. 58. gr. a laganna kemur: íbúðir.

 

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna:

  1. Í stað „7.800.000 kr.“ og „3.900.000 kr.“ í 1. tölul. kemur: 8.424.000 kr.; og: 4.212.000  kr.
  2. Í stað „7.800.000 kr.“ og „3.900.000 kr.“ í lokamálslið kemur: 8.424.000 kr.; og: 4.212.000 kr.

 

8. gr.

    Lokamálsliður 1. mgr. 101. gr. laganna orðast svo: Ríkisskattstjóri skal jafnframt birta reglur og ákvarðanir sem hann metur að hafi þýðingu fyrir skattaðila og er eftir atvikum heimilt að gefa út og hafa til sölu fyrir almenning yfirlit yfir skatta, tolla og gjöld á sviði ríkisskattstjóra eða láta í té sérþjónustu samkvæmt gjaldskrá sem staðfest skal af ráðherra og birt í B-deild Stjórnartíðinda.

 

9. gr.

    Í stað orðanna „á árinu 2020“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða LXVIII í lögunum kemur: frá 1. janúar 2020 til 1. maí 2021.

 

III. KAFLI

Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.

10. gr.

    Í stað orðanna „á árinu 2020“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVIII í lögunum kemur: frá 1. janúar 2020 til 1. maí 2021.

 

IV. KAFLI

Breyting á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996.

11. gr.

    Í stað orðanna „árs“ og „ára“ í 1. og 2. málsl. 3. mgr. 17. gr. laganna kemur: greiðslutímabils; og: greiðslutímabila.

 

12. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða III í lögunum fellur brott.

 

V. KAFLI

Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993.

13. gr.

    Í stað orðanna „sem knúnar eru rafhreyfli að öllu leyti“ í r-lið 1. tölul. 4. gr. laganna kemur: og önnur ökutæki til vöruflutninga í atvinnuskyni sem eingöngu eru knúin metani, metanóli, rafmagni eða vetni.

 

14. gr.

    Í stað orðanna ,,á árinu 2020“ í 1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða XVIII í lögunum kemur: á árunum 2020 og 2021.

 

15. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 3. gr. skal á árunum 2021 og 2022 lækka skráða losun koltvísýrings ökutækja sem undir ákvæðið falla um 30% áður en til álagningar vörugjalds kemur vegna ökutækja sem ætluð eru til útleigu hjá ökutækjaleigum. Lækkunin getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en 400.000 kr. á hvert ökutæki og er háð því skilyrði að næstu 15 mánuði eftir kaup ökutækis verði nýtingu þess og starfsemi ökutækjaleigu hagað sem hér segir:

  1. Ökutækin séu skráð á ökutækjaleigu sem hefur leyfi frá Samgöngustofu til reksturs ökutækjaleigu.
  2. Ökutækjaleiga hagi starfsemi sinni að öllu leyti í samræmi við ákvæði laga um leigu skráningarskyldra ökutækja.
  3. Ökutækjaleigan gangist undir skuldbindingu þess efnis að hún muni kaupa inn ökutæki sem falla undir gildissvið 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXIV í lögum um virðisaukaskatt á árunum 2021–2022 sem nemi eftirfarandi hluta heildarinnkaupa ökutækja hvort ár:
    1. 15% árið 2021,
    2. 25% árið 2022.
  4. Ökutækin skulu eingöngu nýtt til útleigu hjá ökutækjaleigu sem er skráð fyrir þeim. Við mat á því skal miðað við að unnt sé að gera grein fyrir a.m.k. 90% af akstri ökutækjanna með framlagningu leigusamninga eða með öðrum hætti sem tollyfirvöld meta fullnægjandi.

    Sé ökutæki notað til annars en útleigu hjá ökutækjaleigu sem er skráð fyrir því, sbr. 4. tölul. 1. mgr., er tollyfirvöldum heimilt að innheimta fullt vörugjald samkvæmt aðalflokki 3. gr. með 50% álagi.

    Þeim sem hlotið hefur lækkun skv. 1. mgr. er heimilt að selja bifreið eða taka hana til annarrar notkunar en til útleigu hjá ökutækjaleigu innan fimmtán mánaða tímabils, sbr. 1. mgr., enda greiði hann hluta eftirgefins vörugjalds, í réttu hlutfalli við þann tíma sem eftir er af tímabilinu.

    Ökutæki sem falla undir gildissvið 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXIV í lögum um virðis­auka­skatt þurfa að uppfylla skilyrði 1. mgr. um nýtingu og skráningu í 15 mánuði frá kaupum ökutækis.

    Eigi síðar en 15. janúar næsta almanaksár skv. a- og b-lið 3. tölul. 1. mgr. skal ökutækjaleiga afhenda tollyfirvöldum skýrslu á því formi sem þau ákveða þar sem gerð er grein fyrir því hvernig hafi verið staðið við skuldbindingu skv. 3. tölul. 1. mgr. Hafi ökutækjaleiga ekki staðið við skuld­bindinguna skal hún greiða mismun skv. 1. mgr. af öllum ökutækjum sem hafa tekið lækkun skv. 1. mgr. á innkaupsári í ríkissjóð að viðbættu 10% álagi eigi síðar en fyrsta virka dag febrúar­mánaðar næsta almanaksárs eftir innkaupsár. Um dráttarvexti af kröfunni fer skv. 125. gr. tollalaga, nr. 88/2005. Kröfunni fylgir lögveð ríkissjóðs í hlutaðeigandi ökutæki í þrjú ár frá gjald­daga og nær það einnig til dráttarvaxta og innheimtukostnaðar. Um fullnustu kröfunnar fer skv. 128. og 129. gr. tollalaga, nr. 88/2005.

    Nýti ökutækjaleiga ívilnun samkvæmt heimild ákvæðis til bráðabirgða XVIII til að lækka skráða losun húsbíla getur hún ekki nýtt ívilnun samkvæmt ákvæði þessu vegna sama ökutækis.

    Ráðherra getur í reglugerð sett nánari reglur og skilyrði um þær bifreiðar sem njóta undanþágu skv. 1. mgr., svo sem um notkun og búnað ökutækis, svo og ákvæði um endurgreiðslu á mismun vörugjalds skv. 3. gr. annars vegar og 1. mgr. hins vegar ef skilyrðunum er ekki fylgt.

    Ákvæði þetta kemur til framkvæmdar eigi síðar en 1. febrúar 2021.

 

VI. KAFLI

Breyting á lögum um bifreiðagjald, nr. 39/1988.

16. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:

  1. F-liður fellur brott.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Af eftirfarandi ökutækjum skal greiða lágmark bifreiðagjalds skv. 2. gr.:

    1. Ökutækjum sem framleidd eru og skráð með metan eða metanól sem aðalorkugjafa eða hefur verið breytt þannig að þau geti nýtt metan og breytingin hlotið vottun skoðunarstöðvar.
    2. Ökutækjum samkvæmt skilgreiningu umferðarlaga sem knúin eru vetni eða rafhreyfli að öllu leyti.
    3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Undanþága frá gjaldskyldu og lágmark bifreiða­gjalds.

 

17. gr.

    8. gr. laganna orðast svo:

    Hafi bifreiðagjald ekki verið greitt á eindaga skal greiða dráttarvexti skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, af þeirri fjárhæð sem gjaldfallin er frá gjalddaga.

 

VII. KAFLI

Breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.

18. gr.

    Við 32. tölul. 1. mgr. 10. gr. laganna bætist: iðnmeistara og hönnuða.

 

VIII. KAFLI

Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.

19. gr.

    Í stað orðanna „á árinu 2020“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VIII í lögunum kemur: frá 1. janúar 2020 til 1. maí 2021.

 

IX. KAFLI

Breyting á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila
vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020
.

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:

  1. Í stað orðanna „árs 2020“ í 1. málsl. kemur: maí 2021.
  2. Í stað orðanna „til 30. september 2020 voru, eða fyrirséð er að þau verði“ í 1. málsl. 1. tölul. kemur: 2020 voru.
  3. Á eftir orðunum „samfelldu tímabili“ í 2. málsl. 1. tölul. kemur: frá 1. mars.

 

21. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2021.

    Þrátt fyrir 1. mgr. gildir 5. gr. frá og með 1. september 2020.

    Ákvæði 3. gr. kemur til framkvæmda við álagningu 2021 vegna tekna ársins 2020.

 

Gjört á Bessastöðum, 23. desember 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 30. desember 2020