Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1498/2023

Nr. 1498/2023 19. desember 2023

GJALDSKRÁ
fyrir hunda- og kattahald í Múlaþingi.

1. gr.

Samþykktir, lög og reglur.

Gjaldskrá þessi er sett með vísun til heimilda í samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi, nr. 1360/2022 og 59. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og meng­unar­varnir og kafla XVI þar að lútandi, auk reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti.

 

2. gr.

Leyfisgjald.

Árlegt leyfisgjald fyrir hund er kr. 15.900. Innifalið í leyfisgjaldi er ormahreinsun og trygging auk umsýslugjalda sveitarfélagsins.

Eigandi hunds sem sótt hefur hlýðninámskeið hjá viðurkenndum hundaþjálfara getur sótt um 50% afslátt á hundaleyfisgjaldi gegn framvísun gagna um námið. Afslátturinn gildir út skráningar­tíma hunds í sveitarfélaginu.

Gjalddagi leyfisgjalds er 1. febrúar og eindagi 28. febrúar ár hvert.

Árlegt leyfisgjald katta er kr. 10.800 á hvern kött. Innifalið í leyfisgjaldi er ormahreinsun og trygging auk umsýslugjalda sveitarfélagsins.

Eigandi kattar getur sótt um 50% afslátt af kattaleyfisgjaldi gegn staðfestingu þess að kötturinn hafi farið í ófrjósemisaðgerð. Afslátturinn gildir út skráningartíma kattar í sveitarfélaginu.

Gjalddagi leyfisgjalds er 1. febrúar og eindagi 28. febrúar ár hvert.

Eigendur hunda og katta eru ábyrgir fyrir öllum kostnaði sem hlýst af brotum gegn samþykkt nr. 1360/2022. Við afskráningu hunds eða kattar ber að endurgreiða árlegt leyfisgjald í réttu hlutfalli við þá mánuði sem eftir eru af árinu.

 

3. gr.

Handsömunargjald.

Handsömunargjald vegna hunda og katta skv. 19. gr. samþykktar nr. 1360/2022 er sem hér segir:

  1. Grunngjald, sem greiðist við hverja föngun skráðs dýrs, er kr. 17.000.
  2. Grunngjald, sem greiðist við hverja föngun óskráðs dýrs, er kr. 45.000 fyrir hund og kr. 25.000 fyrir kött. Óskráða hunda eða ketti má ekki afhenda fyrr en við greiðslu leyfisgjalds skv. 2. gr.
  3. Gistigjald, sem greitt er fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem hundur eða köttur er í vörslu, er kr. 6.800 fyrir hund og kr. 6.200 fyrir kött.
  4. Álag, sem bætist við ofangreind gjöld ef hundur eða köttur er fangaður utan dagvinnutíma, er kr. 17.000.
  5. Stórhátíðaálag, sem bætist við ofangreind gjöld ef hundur eða köttur er fangaður á stórhátíðar­dögum, er kr. 17.000 fyrir hund og kr. 15.500 fyrir kött.

Ef hundur eða köttur var ekki ormahreinsaður í síðustu skipulögðu ormahreinsun fyrir hand­sömun, eða síðar af dýralækni, skal láta ormahreinsa dýrið áður en það er afhent eiganda gegn greiðslu vegna ormahreinsunarinnar.

Ef til aflífunar kemur skal eigandi dýrsins að auki greiða útlagðan aflífunarkostnað.

 

4. gr.

Innheimta og vísitölutenging.

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga. Um innheimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Gjöld samkvæmt gjald­skránni má innheimta með fjárnámi sbr. lokamgr. 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.

Fjárhæðir taka breytingum í september ár hvert í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverðs, grunnur 1988, 599,9 stig í ágúst 2023.

 

5. gr.

Staðfesting og gildistaka.

Við staðfestingu gjaldskrár þessarar sem samþykkt var í sveitarstjórn Múlaþings 15. nóvember 2023 fellur úr gildi gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds í Múlaþingi nr. 1633/2022. Gjaldskráin öðlast þegar gildi.

 

Múlaþingi, 19. desember 2023.

 

Björn Ingimarsson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 27. desember 2023