Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1365/2019

Nr. 1365/2019 20. desember 2019

REGLUR
um tæknilega framkvæmdarstaðla er varða verklag, framsetningu og sniðmát fyrir skýrslu vátryggingafélaga um gjaldþol og fjárhagslega stöðu.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um starfsemi innlendra vátryggingafélaga og starfsemi erlendra vátrygg­inga­félaga hér á landi, sbr. 2. og 3. gr. laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi. Þá gilda reglur þessar um vátryggingasamstæður, sbr. 1. gr. laga nr. 60/2017 um vátryggingasamstæður.

2. gr.

Verklag, framsetning og sniðmát fyrir skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu.

Samkvæmt 1. mgr. 54. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi skal vátryggingafélag eigi síðar en 14 vikum eftir lok reikningsárs birta opinberlega skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu. Reglur þessar eru settar til að innleiða tæknilega framkvæmdarstaðla sem mæla fyrir um verklag, framsetningu og sniðmát vegna skýrslugjafarinnar.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 60/2017 um vátryggingasamstæður ber hluteignarfélag, eignar­haldsfélag á vátryggingasviði og blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi í vátrygginga­samstæðu ábyrgð á að birta árlega opinberlega skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu á samstæðu­grundvelli.

3. gr.

Innleiðing reglugerðar.

Með reglum þessum, með vísan til ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2018 frá 23. mars 2018, öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2452 frá 2. desember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar verklag, fram­setningu og sniðmát fyrir skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu í samræmi við tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 94, frá 19. nóvember 2019, bls. 1:

https://www.efta.int/sites/default/files/documents/legal-texts/eea/other-legal-documents/solr/translated-legal-acts/icelandic/i32015R2452.pdf.

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 4. mgr. 57. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016 og samkvæmt heimild í 5. mgr. 41. gr. laga nr. 60/2017 um vátryggingasamstæður. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Fjármálaeftirlitinu, 20. desember 2019.

Unnur Gunnarsdóttir.

Anna Mjöll Karlsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 10. janúar 2020