Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1450/2023

Nr. 1450/2023 2. nóvember 2023

GJALDSKRÁ
fyrir fráveitu í Ísafjarðarbæ.

1. gr.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar innheimtir gjald fyrir fráveitu í Ísafjarðarbæ skv. gjald­skrá þessari og gildandi samþykkt um fráveitu í Ísafjarðarbæ nr. 1400/2023.

 

2. gr.

Hverjum þeim sem á hús eða húshluta í Ísafjarðarbæ eða leigir lóð í sveitarfélaginu við götu eða opið svæði sem holræsi hefur verið lagt í ber að greiða árlegt holræsagjald til sveitarsjóðs.

Upphæð holræsagjaldsins skal vera fast árgjald á hverja fasteign auk árlegs fermetragjalds.

Fast árgjald á hverja fasteign 8.000 kr.
Árlegt fermetragjald 265 kr./m²

Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald.

Rotþróagjald skal ákveðið með sérstakri gjaldskrá í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og mengunarvarnir, sbr. og ákvæði 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Árlegt gjald fyrir hreinsun og losun rotþróa 15.050 kr.
Umbeðin auka hreinsun og losun 40.280 kr.
Kílómetragjald vegna aukalosunar kr./km 800 kr.

Miðað er við að rotþrær séu losaðar og hreinsaðar á þriggja ára fresti.

 

3. gr.

Holræsagjald og rotþróargjald greiðist af hús- og íbúðareiganda, lóðareiganda ef um eignarlóð er að ræða en af leigutaka ef um leigulóð er að ræða og bera þessir aðilar ábyrgð á greiðslu gjaldsins. Holræsagjald og rotþróargjald nýtur aðfararheimildar skv. 3. tl. 16. gr. laga nr. 9/2009 um upp­byggingu og rekstur fráveitna, sbr. 10. tl. 1. mgr. laga um aðför nr. 90/1989, og má gera aðför í hinni skattskyldu eign án tillits til eigenda­skipta. Holræsagjald og rotþróargjald njóta lögveðsréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

 

4. gr.

Bæjarstjórn getur samþykkt að fella niður eða lækka holræsagjald og rotþróargjald hjá tekju­litlum elli- og örorkulífeyrisþegum samkvæmt heimild í 15. gr. laga nr. 9/2009.

 

5. gr.

Gjalddagar holræsagjalds og rotþróargjalds eru þeir sömu og gjalddagar fasteignaskatta og greiðist hol­ræsa­gjaldið og rotþróargjaldið með fasteignasköttum.

Gjaldskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt 15. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009 og skv. 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, til þess að öðlast gildi 1. janúar 2024.

Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá fyrir fráveitu í Ísafjarðarbæ nr. 1341/2022.

 

Samþykkt í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, 2. nóvember 2023.

 

Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 21. desember 2023