Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 378/2016

Nr. 378/2016 22. apríl 2016

SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Langanesbyggðar nr. 612/2013 með síðari breytingum.

1. gr.

1. mgr. 8. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

Sveitarstjórn Langanesbyggðar heldur reglulega fundi sveitarstjórnar þriðja hvern fimmtudag, kl. 17.00. Ef reglubundinn fundur lendir á lögboðnum frídegi færist fundurinn fram um einn dag nema annað sé ákveðið.

2. gr.

A stafliður 39. gr. samþykktarinnar ásamt fyrirsögn verður svohljóðandi:

Fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að.

A. Fulltrúar kjörnir til 4 ára í fastanefndir á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Sveitarstjórn kýs ráðunum formann.

  1. Kjörstjórn við sveitarstjórnar- og alþingiskosningar. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 og skv. 10. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Kjörstjórn kýs sér oddvita og ritara úr sínum hópi. Kjörstjórnir fara með þau verkefni sem þeim eru falin samkvæmt ákvæðum laga um kosningar til sveitar­stjórna og laga um kosningar til Alþingis. Ennfremur kýs sveitarstjórn tvær undir­kjörstjórnir, þrjá aðalmenn í hvora og jafnmarga varamenn.
  2. Atvinnu- og ferðamálanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin starfar sam­kvæmt lögum og reglugerðum þar um og sinnir auk þess verkefnum sem henni eru falin sam­kvæmt samþykktum nefndarinnar.
  3. Hafnarnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin starfar samkvæmt lögum um hafnamál nr. 61/2003 og sinnir auk þess verkefnum sem henni eru falin samkvæmt sam­þykktum nefndarinnar.
  4. Umhverfis- og skipulagsnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fer með umhverfis- og skipulagsmál samkvæmt m.a. skipulagslögum nr. 123/2010 og reglugerðum með stoð í þeim og öðrum þeim lögum og reglugerðum sem við eiga auk verkefna sem henni eru falin samkvæmt samþykktum nefndarinnar.
  5. Landbúnaðarnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fer með verkefni land­bún­aðar­mála samkvæmt lögum og reglugerðum auk verkefna sem henni eru falin samkvæmt samþykktum.
  6. Fræðslunefnd. Langanesbyggðar kýs fjóra aðalmenn og jafnmarga til vara og hreppsnefnd Svalbarðshrepps kýs einn aðalmann og einn til vara samkvæmt samstarfssamningi. Nefndin fer með verkefni leikskóla og grunnskóla skv. lögum um leikskóla nr. 90/2008 og lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerðum þar að lútandi. Þá fer nefndin með málefni tónlistarskóla og framhaldsskóla eftir því sem við getur átt og önnur þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt samþykktum nefndarinnar.
  7. Menningar- og bókasafnsnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fer með menningar- og bókasafnsmál, gegnir hlutverki bókasafnsstjórnar skv. bókasafnalögum nr. 150/2012 og innir af hendi önnur þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt samþykktum nefndarinnar.
  8. Velferðarnefnd. Sveitarstjórn Langanesbyggðar kýs fjóra aðalmenn og jafnmarga til vara og hreppsnefnd Svalbarðshrepps kýs einn aðalmann og einn til vara samkvæmt sam­starfs­samningi. Nefndin fer með velferðarmál, gegnir hlutverki jafnréttisnefndar skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, annast um öldrunar­þjón­ustu eftir því sem við getur átt, sbr. lög um málefni aldraðra nr. 125/1999, annast um málefni fatlaðra eftir því sem við getur átt, sbr. lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992, verkefni íþrótta- og tómstundamála samkvæmt lögum og reglugerðum þar um og önnur þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt samþykktum nefndarinnar.
  9. Húsnæðisnefnd. Sveitarstjórn fer með hlutverk húsnæðisnefndar, sbr. lög um húsnæðismál nr. 44/1998.

3. gr.

Samþykkt þessi sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur sett skv. ákvæðum 9. og 18. gr. sveitar­stjórnar­laga nr. 138/2011, staðfestist hér til að öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 22. apríl 2016.

F. h. r.

Hermann Sæmundsson.

Stefanía Traustadóttir.


B deild - Útgáfud.: 9. maí 2016