Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1469/2022

Nr. 1469/2022 21. desember 2022

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 179/2021, um kröfur varðandi losunarmörk mengandi lofttegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega.

1. gr.

Við 7. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, sem verður h-liður, svohljóðandi:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/1068 frá 24. júní 2021 um breytingu á reglu­gerð (ESB) 2016/1628 að því er varðar umbreytingarákvæði hennar um tiltekinn vélbúnað, sem er búinn hreyflum með aflsvið sem er meira en eða jafnt og 56 kW og minna en 130 kW og meira en eða jafnt og 300 kW, til þess að bregðast við áhrifum af völdum COVID-19 hættuástandsins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 346/2021 frá 10. desember 2021 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 10 frá 17. febrúar 2022, bls. 811-813.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 3. gr., 34., 35., 38. og 47. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og að fenginni umsögn stjórnar Vinnu­eftirlits ríkisins, öðlast þegar gildi.

 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 21. desember 2022.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Bjarnheiður Gautadóttir.


B deild - Útgáfud.: 23. desember 2022