Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 718/2021

Nr. 718/2021 14. júní 2021

REGLUGERÐ
um (7.) breytingu á reglugerð nr. 817/2012, um sóttvarnaráðstafanir.

1. gr.

1. málsl. 6. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Uppfylli einstaklingur ekki skilyrði fag­legra fyrirmæla landlæknis skal hann greiða 7.000 kr. gjald fyrir PCR-próf eða 4.000 kr. gjald fyrir hraðpróf á vegum heilsugæslu vegna greiningar á SARS-CoV-2 veirunni, hvort sem hann er sjúkra­tryggður eða ósjúkratryggður.

 

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli 12., 13., 17. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, og 1. tölul. 1. mgr. og 5. mgr. 29. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 14. júní 2021.

 

F. h. r.

Ásthildur Knútsdóttir.

Guðlaug Einarsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 18. júní 2021