Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1205/2022

Nr. 1205/2022 2. nóvember 2022

GJALDSKRÁ
fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit á Suðurnesjasvæði.

1. gr.

Af starfsemi sem háð er starfsleyfi eða eftirliti Heilbrigðiseftirlits Suðurnesjasvæðis, samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir og lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum og reglugerðum settum með stoð í þeim, er aðildar­sveitarfélögum heimilt að innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.

 

2. gr.

Tímagjald kr. 20.691. Gjald vegna rannsóknar pr. sýni skv. eftirlitsáætlun kr. 39.019.

 

3. gr.

Af starfsleyfisskyldri starfsemi, er aðildarsveitarfélögum heimilt að innheimta gjald fyrir starfsleyfi sem hér segir:

Endurnýjun starfsleyfis: Starfsleyfisgjald að lágmarki hálft tímagjald og auglýsingakostnaður ef við á.

Ný starfsemi: Starfsleyfisgjald eitt tímagjald og eftirlitsgjald viðkomandi fyrirtækjaflokks ásamt auglýsingakostnaði ef við á. Önnur starfsleyfi sem ekki eru í eftirlitsáætlun: Starfsleyfisgjald tvö tímagjöld og gjald skv. reikningi vegna undirbúnings, ferðar, úttektar og frágangs ásamt auglýs­inga­­kostnaði ef við á.

 

4. gr.

Gjald skv. 3. gr. greiðist við afhendingu leyfisbréfs og reiknast dráttarvextir 30 dögum eftir útgáfudag leyfis.

 

5. gr.

Fyrir vottorð sem Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gefur út samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og fyrir eiturbeiðnir skal greiða hálft tímagjald. Gjald fyrir þjónustuverkefni greiðist skv. reikningi. Ef um aukin eftirlitsverkefni er að ræða, umfram reglubundið eftirlit og sýnatöku sem gert er ráð fyrir í eftirlitsáætlun Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja er heilbrigðiseftirlitinu heimilt að gera sérstakan reikn­ing vegna þeirra, eins og um þjónustuverkefni sé að ræða.

 

6. gr.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja innheimtir öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari sbr. fylgiskjal sem birt er með gjaldskrá þessari. Um innheimtu gjalda fer samkvæmt 46. gr. laga nr. 7/1998 um hollustu­hætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Gjöld samkvæmt gjaldskránni má inn­heimta með fjárnámi.

 

7. gr.

Gjalddagi gjalda samkvæmt 2. gr. er 15. nóvember og eindagi 25. nóvember ár hvert. Dráttar­vextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga auk áfallins innheimtukostnaðar.

 

8. gr.

Þegar sami aðili rekur fleiri en eina tegund starfsemi sem fellur undir gjaldskrá þessa á einum og sama stað, er heimilt að innheimta eitt árlegt gjald, þá í þeim flokki sem hærri er.

 

9. gr.

Innheimt gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari skulu renna til reksturs heilbrigðiseftirlitsins skv. 46. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

 

10. gr.

Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af aðildarsveitarfélögunum skv. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum öðlast gildi við birtingu. Jafn­framt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1188/2021.

 

F.h. heilbrigðisnefndar Suðurnesja, 2. nóvember 2022,

 

Magnús H. Guðjónsson,
framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

 

 

Fylgiskjal.
(sjá  PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 4. nóvember 2022