Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 668/2023

Nr. 668/2023 27. júní 2023

AUGLÝSING
um breytingu á gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Umhverfisstofnunar, nr. 206/2023.

1. gr.

4. gr. gjaldskrárinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Starfsleyfi og bráðabirgðaheimild fyrir atvinnurekstur
sem getur haft í för með sér mengun.

Umhverfisstofnun innheimtir gjald fyrir vinnslu og útgáfu starfsleyfa samkvæmt 6. gr., sbr. 1. mgr. 53. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og samkvæmt 14. gr., 38. gr. og 64. gr. a., sbr. 64. gr. b. og 65. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Gjald fyrir vinnslu nýs starfsleyfis er tvíþætt:

  1. Grunngjald fyrir móttöku umsóknar, grunnvinnu við gerð starfsleyfistillögu, afgreiðslu, auglýsingu, úrvinnslu og útgáfu. Inni í því gjaldi er tímafjöldi starfsmanna, sbr. 1. gr.:
    I. viðauki laga nr. 7/1998 760.000 kr. (40 klst.)
    II. viðauki laga nr. 7/1998 570.000 kr. (30 klst.)
  2. Gjald fyrir frekari vinnu við gerð starfsleyfistillagna, vinnslu og afgreiðslu innsendra athuga­semda og fyrir kynningu, þ.m.t. borgarafund um kynningu á starfsleyfistillögu, skal greiða tímagjald samkvæmt 1. gr., ferðakostnað skv. 2. gr. og annan útlagðan kostnað. Þegar ljóst er að útgáfa leyfis hefur í för með sér umframvinnu skal umsækjanda gerð grein fyrir umfangi þeirrar vinnu.

Reikningur fyrir grunngjaldi, sbr. a-lið 2. mgr., skal gefinn út við móttöku umsóknar. Reikn­ingur vegna frekari vinnu, sbr. b-lið 2. mgr. skal gefinn út þegar ákvörðun Umhverfisstofnunar liggur fyrir. Fyrir endurskoðun eða breytingar á starfsleyfi, skv. 6. gr., sbr. einnig 14. eða 15. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og skv. 65. gr., sbr. 14. eða 38. gr. laga nr. 55/2003 um með­höndlun úrgangs, skal greiða tímagjald, skv. 1. gr. gjaldskrárinnar vegna vinnu sér­fræðinga. Reikn­ingur skal gefinn út þegar ákvörðun Umhverfisstofnunar liggur fyrir. Umhverfis­stofnun er þó heimilt að innheimta gjaldið með öðrum hætti.

Fyrir vinnslu og útgáfu bráðabirgðaheimilda fyrir starfsemi, skv. 7. gr. a laga nr. 7/1998 um holl­ustuhætti og mengunarvarnir, skal greiða tímagjald, skv. 1. gr. gjaldskrárinnar vegna vinnu sér­fræð­ings. Reikningur skal gefinn út þegar ákvörðun Umhverfisstofnunar liggur fyrir. Umhverfis­stofnun er þó heimilt að innheimta gjaldið með öðrum hætti.

 

2. gr.

Auglýsing þessi er sett samkvæmt heimild í eftirfarandi ákvæðum laga og öðlast gildi 1. júlí 2023:

  1. 53. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir,
  2. 29. gr. og 65. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 27. júní 2023.

 

F. h. r.

Ólafur Darri Andrason.

Sigríður Svana Helgadóttir.


B deild - Útgáfud.: 28. júní 2023