Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 83/2018

Nr. 83/2018 25. júní 2018

LÖG
um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017 (leyfisskyldir farþegaflutningar).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    1. málsl. 9. gr. laganna orðast svo: Aðila sem stundar farþegaflutninga með sérútbúnum bif­reiðum, t.d. til fjallaferða, er heimilt að nota bif­reiðar sem rúma færri farþega en níu, enda hafi hann til þess sérstakt leyfi útgefið af Samgöngustofu.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:

  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Aðila sem stundar farþegaflutninga í tengslum við ferða­þjónustu er heimilt að nota bifreiðar sem rúma færri farþega en níu, enda hafi hann til þess sérstakt leyfi útgefið af Samgöngustofu.
  2. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
        Samgöngustofu er heimil útgáfa ferðaþjónustuleyfis samkvæmt ákvæði þessu til aðila sem stofnsettir eru á Evrópska efnahagssvæðinu þrátt fyrir skilyrði 4. tölul. 1. mgr. 5. gr., enda séu önnur skilyrði laga þessara uppfyllt.

3. gr.

    Á eftir 2. tölul. 1. mgr. 13. gr. laganna kemur nýr töluliður, 3. tölul., svohljóðandi, og breytist röð annarra töluliða samkvæmt því: Ferðaþjónustuleyfi, sbr. 10. gr.

4. gr.

    Lög þessi taka þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 25. júní 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Sigurður Ingi Jóhannsson.


A deild - Útgáfud.: 27. júní 2018