Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1220/2021

Nr. 1220/2021 28. október 2021

REGLUR
um sterka sannvottun viðskiptavina og almenna og örugga opna staðla vegna samskipta í greiðsluþjónustu.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um greiðsluþjónustuveitendur samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.

 

2. gr.

Sterk sannvottun og örugg samskipti.

Greiðsluþjónustuveitendur skulu fylgja ákvæðum framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnar­innar (ESB) 2018/389 í tengslum við sterka sannvottun viðskiptavina og örugg samskipti, sbr. c-lið 2. mgr. 65. gr., c-lið 2. mgr. 67. gr., 2. mgr. 69. gr., 4. mgr. 70. gr., 1. mgr. 72. gr., c-lið 1. mgr. 99. gr. og 101. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021, sbr. 3. gr.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/389 frá 27. nóvember 2017 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2366 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um sterka sannvottun viðskiptavina og almenna og örugga opna staðla vegna samskipta, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 159/2020 frá 23. október 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 66 frá 14. október 2021, bls. 66-87.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 2. mgr. 114. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021, öðlast þegar gildi. Prófunarumhverfi netskilaflata greiðsluþjónustuveitenda sem veita reikningsþjónustu skal vera tilbúið 1. nóvember 2021 í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í lögum um greiðsluþjónustu nr. 114/2021, sbr. enn fremur 3. og 5. mgr. 30. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2018/389. Raunumhverfi netskilaflata greiðsluþjónustuveitenda sem veita reikningsþjónustu skal vera tilbúið 1. maí 2022 og öðlast þá önnur ákvæði framseldrar reglugerðar (ESB) 2018/389 gildi.

 

Seðlabanka Íslands, 28. október 2021.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Elmar Ásbjörnsson
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 29. október 2021