Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Leiðréttingar:
Leiðrétt skjal: B_nr_1577_2023_leidrett.pdf
Leiðrétt 4. janúar 2024:
HTML-texti og PDF-skjal: a) Í stað „2024“ í lok 8. gr. komi: 2025. b) Í stað „Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri.“ í undirritun komi: Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti.


Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1577/2023

Nr. 1577/2023 13. desember 2023

GJALDSKRÁ
fyrir meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit.

1. gr.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar skal, skv. samþykkt nr. 222/2023 um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit, innheimta gjald fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í sveitarfélaginu.

 

2. gr.

Íbúðarhúsnæði.

Úrgangur frá íbúðarhúsnæði skal flokkaður í 7 flokka og er að lágmarki greitt gjald fyrir grunn­einingu fjögurra íláta við húsvegg. Grunneiningin samanstendur af ílátum fyrir plastefni, pappír og pappa, lífúrgang og blandaðan heimilisúrgang. Til viðbótar skal safna gleri, málmum og textíl sem skila skal í þar til gerð ílát á grenndarstöð.

Gjöldin greiðast árlega sem hér greinir:

Tegund íláts Gjald kr./ílát
á ári
Hirðutíðni
Blandaður úrgangur, 240 l tunna (dreifbýli) 37.000 4 vikur
Blandaður úrgangur, 240 l tunna (Melahverfi/Krossland) 37.000 2 vikur
Blandaður úrgangur, 140 l spartunna (dreifbýli)* 28.000 4 vikur
Blandaður úrgangur, 140 l spartunna (Melahverfi/Krossland)* 28.000 2 vikur
Blandaður úrgangur, 660 l tunna 110.000 4 vikur
Pappírsefni, 240 l tunna (Melahverfi/Krossland) 10.000 3 vikur
Pappírsefni, 660 l tunna (eingöngu í dreifbýli) 10.000 6 vikur
Pappírsefni, 240 l tunna (dreifbýli) 8.000 6 vikur
Pappírsefni, 140 l spartunna (Melahverfi/Krossland)* 8.000 3 vikur
Pappírsefni, 140 l spartunna (dreifbýli)* 8.000 6 vikur
Plastefni, 240 l tunna (Melahverfi/Krossland) 10.000 3 vikur
Plastefni, 240 l tunna (dreifbýli) 10.000 6 vikur
Plastefni, 140 l spartunna (Melahverfi/Krossland)* 8.000 3 vikur
Plastefni, 140 l spartunna (dreifbýli)* 8.000 6 vikur
Lífúrgangur, 140 l tunna 8.000 2-4 vikur

* Sorphirðugjald verður innheimt eftir núverandi kerfi samhliða fasteignaskatti á árinu 2024. Hægt verður að sækja um spartunnur á árinu 2024 og fá þær afhentar á síðari hluta ársins en nýtt gjald verður ekki innheimt fyrr en samhliða fasteignaskatti á árinu 2025. Innheimt verður breytingargjald (sjá 3. gr.) þegar óskað er eftir breytingu á skráningu. Einnig er innheimt tunnugjald og útkeyrslugjald við afhendingu nýrra tunna og ef skipt er milli stærða. Sé tunnu skipt út fyrir aðra stærð er eldri tunna tekin upp í nýja tunnu, sé þess óskað, enda sé hún óskemmd. Verð eldri tunnu miðast við verð á nýrri tunnu að frádreginni afskriftarupphæð sem nemur 1/10 fyrir hvert ár sem liðið er frá því notkun hófst.

Urðun úrgangs, íbúðarhúsnæði, 5.900 kr.

Ofangreind gjöld skulu innheimt samhliða fasteignaskatti. Gjaldið nýtur lögveðsréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti framar hvers konar samningsveði og aðfararveði.

Innifalið í gjaldi fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs er móttaka á gleri, textíl og málmum í grenndarstöð við Melahverfi.

 

3. gr.

Aðrir gjaldaliðir (önnur gjöld).

Ef sorptunna/ílát skemmist eða hverfur vegna þess að það hefur ekki verið gengið nægilega vel frá þeim, t.d. undir skýli eða að festingar vantar verður innheimtur raunkostnaður á hverja tunnu/ílát samkvæmt reikningi frá verktaka.

Sorptunnur/ílát sem geymd eru utanhúss skulu standa á fastri undirstöðu og vera þannig stað­settar að aðgangur að þeim sé greiður og af þeim geti ekki stafað óþægindi eða óþrifnaður fyrir umhverfið, sbr. 15. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs nr. 803/2023.

Tunnugjald/ílátagjald og útkeyrslugjald greiðist við afhendingu nýrra tunna/íláta og ef skipt er milli stærða. Sé tunnu/íláti skipt út fyrir aðra stærð er eldri tunna/ílát tekið upp í nýja, enda sé hún óskemmd. Verð eldri tunnu/íláts miðast við verð á nýju, að frádreginni afskriftarupphæð sem nemur 1/10 fyrir hvert ár sem liðið er frá því notkun hófst.

Umsýslugjald vegna breyttrar þjónustu er 3.500 kr. í hvert sinn sem óskað er breytinga. Á þetta við um breytingu á ílátum/tunnum, viðbótarílát eða breytta skráningu, svo sem samnýtingu á tunnum/ílátum.

 

4. gr.

Samnýting á tunnum/ílátum.

Umráðafólk tveggja eða fleiri fasteigna á samliggjandi lóðum, eða fjölbýlishúsa, getur lagt inn skriflega umsókn til sveitarfélagsins um samnýtingu á sorptunnum/ílátum milli fasteigna. Þannig geta íbúar á aðliggjandi lóðum sótt um samnýtingu á tunnum/ílátum**. Forsendur þess eru að allar sorptunnur/ílát hlutaðeigandi fasteigna séu staðsett á sama stað og að staðsetning þeirra valdi ekki grenndaráhrifum gagnvart eigendum annarra fasteigna í næsta nágrenni. Að öðru leyti er vísað til reglna sveitarfélagsins um samnýtingu á sorptunnum1. Gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs skv. gjald­skrá skiptast í jöfnum hlutföllum á milli þeirra aðila sem nýta sömu sorptunnur/ílát.

** Hægt verður að sækja um samnýtingu á sorptunnum/ílátum í upphafi árs 2024 og verður breytingin innleidd síðar á árinu 2024. Nýtt gjald verður innheimt í samræmi við breytt fyrir­komu­lag samhliða fasteignaskatti á árinu 2025. Innheimt verður breytingargjald (sjá 3. gr.) þegar óskað er eftir breytingu á skráningu.
_______________
1 Sjá reglur um samnýtingu íláta.

 

5. gr.

Sumarhús/frístundahús.

Gjald fyrir sumarhús/frístundahús sem ekki hafa grunneiningu sorpíláta, heldur aðgang að grenndar­stöðvum greiða 20.120 kr. fyrir meðhöndlun úrgangs og 5.900 kr. fyrir urðun úrgangs. Slík gámasvæði eru á 9 stöðum í Hvalfjarðarsveit.

Á grenndarstöðvum fyrir sumarhús/frístundahús eru gámar fyrir almennan úrgang, plast og pappa/pappír.

Auk þess er innifalið í gjaldinu móttaka á gleri, textíl og málmum í grenndarstöð við Mela­hverfi.

 

6. gr.

Grenndarstöðvar.

Grenndarstöðvar eru í nágrenni deiliskipulagðra frístundasvæða með yfir 20 bústöðum skv. 4. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs nr. 703/2023.

Grenndarstöð er einnig staðsett við Melahverfi.

Hvalfjarðarsveit rukkar ekki fastan kostnað á heimili eða sumarhús/frístundahús vegna reksturs grenndarstöðva við sumarhúsa-/frístundahúsahverfin né við Melahverfi. Engin mönnuð gámastöð (móttökustöð) er í Hvalfjarðarsveit. Samkvæmt sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir suðvesturhluta landsins geta íbúar í Hvalfjarðarsveit losað sig við úrgang á gámastöðinni Gámu, að Höfðaseli 16 á Akranesi eða móttökustöð við Sólbakka í Borgarnesi. Greitt er fyrir losun á öllum úrgangi samkvæmt gjaldskrá.

 

7. gr.

Gjalddagar sorphirðu- og sorpurðunargjalds skv. 2. gr. skulu vera þeir sömu og sveitarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fast­eigna­skatts. Skráður eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu gjaldsins.

Gjöld fyrir meðhöndlun og urðun úrgangs í Hvalfjarðarsveit er heimilt að innheimta með fjárnámi í fasteign án tillits til eigendaskipta. Gjöldin njóta lögveðsréttar í fasteign næstu tvö ár eftir gjald­daga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

Innifalið í gjaldinu er móttaka á gleri, textíl og málmum í þar til gerð söfnunarílát á vegum sveitar­félagsins.

 

8. gr.

Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar með stoð í 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast gildi 1. janúar 2024. Jafnframt fellur brott gjaldskrá sama efnis nr. 1592/2022.

Gjaldskrá þessi miðast við vísitölu neysluverðs í október 2023 og er 603,5 stig og uppfærist sam­kvæmt breytingum í janúar ár hvert, fyrst í janúar 2024.

 

Samþykkt í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, 13. desember 2023.

 

Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 29. desember 2023