Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 152/2019

Nr. 152/2019 23. desember 2019

LÖG
um breytingu á búvörulögum og tollalögum (úthlutun tollkvóta).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

I. KAFLI

Breyting á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

1. gr.

    3. mgr. 65. gr. laganna orðast svo:

    Heimilt er að skipta tollkvótum upp í einingar. Tollkvótum skal úthlutað til ákveðins tíma, allt að einu ári í senn. Heimilt er að endurúthluta tollkvótum sem ekki eru nýttir innan þess frests sem tilgreindur er við úthlutun kvótans. Berist umsóknir um meiri innflutning en sem nemur tollkvóta vörunnar skal leitað tilboða í heimildir til innflutnings samkvæmt tollkvótum og skal andvirðið þá renna í ríkissjóð. Til þess að tilboð teljist gilt er heimilt að fara fram á ábyrgðaryfirlýsingu eða staðgreiðslu tilboðs. Við útboð tollkvóta skulu valin hæstu verðtilboð í tiltekið magn þar til magni tollkvóta sem til ráðstöfunar er hefur verið náð. Verð tollkvótans fyrir öll valin verðtilboð ræðst að svo búnu af verði lægsta valda tilboðsins í hverjum vörulið. Gildir það verð þá jafnframt fyrir önnur hærri og valin tilboð sé þeim til að dreifa. Séu fleiri en einn þátttakandi með tilboð jöfn lægsta samþykkta tilboði skal úthlutað hlutfallslega. Auglýsa skal útboð tollkvóta.

2. gr.

    65. gr. A laganna orðast svo:

    Eftirtaldar vörur sem falla undir viðauka IVA, IVB og V við tollalög bera toll skv. 3. mgr. 12. gr. tollalaga, nr. 88/2005, á þeim tímabilum sem kveðið er á um í eftirfarandi upptalningu:

 1. Vörur með tollskrárnúmerunum 0208.9003, 0208.9007, 0208.9008, 0208.9009, 0407.1100, 0407.1900, 0603.1202, 0603.1905, 0701.9001, 0703.9001, 0706.9002 og 0709.5100 frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.
 2. Vörur með tollskrárnúmerunum 0704.1000 og 0709.4000 frá 1. janúar til 15. ágúst og 15. október til 31. desember ár hvert.
 3. Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9001 frá 1. janúar til 31. júlí ár hvert.
 4. Vörur með tollskrárnúmerinu 0706.1000 frá 15. apríl til 30. júní ár hvert.
 5. Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9002 frá 1. janúar til 31. júlí og 1. til 31. desember ár hvert.
 6. Vörur með tollskrárnúmerunum 0704.9003 og 0704.9004 frá 1. janúar til 30. júní og 15. október til 31. desember ár hvert.

    Ráðherra skal á tveggja ára fresti endurmeta framangreindar vörur og tímabil og eftir atvikum leggja til breytingar.

3. gr.

    87. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæðum til bráðabirgða í lögunum:

 1. Ákvæði til bráðabirgða T og AA falla brott.
 2. Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
      Ráðherra skal skipa starfshóp sem falið verði að fylgjast með þróun tollverndar í kjölfar þeirra breytinga sem gerðar voru á framkvæmd úthlutunar tollkvóta og tóku gildi 1. janúar 2020 og meta áhrif þeirra breytinga. Starfshópurinn skili ráðherra skýrslu í ársbyrjun 2022.

II. KAFLI

Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:

 1. Í stað 2.–4. málsl. 3. mgr. koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Tollur á þær vörur sem eru fluttar inn samkvæmt tollkvótum sem tilgreindir eru í viðaukum IVA og B skal lagður á sem magntollur og vera 45% af ákveðnum magntolli samkvæmt tollskrá. Þó skulu við innflutning á vörum í viðauka V gilda þeir tolltaxtar sem þar eru tilgreindir.
 2. 4. mgr. fellur brott.

6. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020.

Gjört á Bessastöðum, 23. desember 2019.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Kristján Þór Júlíusson.


A deild - Útgáfud.: 30. desember 2019