Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 16/2022

Nr. 16/2022 1. mars 2022

LÖG
um breytingu á lögum um viðspyrnustyrki, nr. 160/2020 (framhald viðspyrnustyrkja).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Í stað orðanna „1. október 2020“ í 1. gr. laganna kemur: 1. desember 2021.

 

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:

  1. Í stað orðanna „nóvember 2021“ í inngangsmálslið kemur: mars 2022.
  2. Við 2. málsl. 1. tölul. bætist: eða til loka nóvember 2021 vegna umsókna fyrir tímabilið desember 2021 til og með mars 2022.
  3. Á eftir orðinu „tekjufallsstyrkur“ í 5. málsl. 1. tölul. kemur: eða styrkur til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma.
  4. Í stað orðanna „október 2020“ í 2. málsl. 2. tölul. kemur: nóvember 2021.
  5. Á eftir orðunum „fyrir lok árs 2019“ í 1. málsl. 3. tölul. kemur: og 1. ágúst 2021 vegna umsókna fyrir tímabilið frá 1. desember 2021 til 31. mars 2022.
  6. 4. tölul. orðast svo: Bú hans hefur ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta. Jafnframt skal hann ekki hafa verið tekinn til slita, nema ef slitin eru liður í samruna, skiptingu eða breytingu á rekstrarformi rekstraraðilans, og fyrirhugað er að lögaðili sem við tekur haldi rekstri sem umsókn varðar áfram.

 

3. gr.

    Á eftir orðinu „kórónuveiru“ í 6. mgr. 5. gr. laganna kemur: eða styrkur samkvæmt lögum um styrki til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma.

 

4. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Umsókn um viðspyrnustyrk vegna tímabilsins ágúst 2021 til mars 2022 skal skilað eigi síðar en 30. júní 2022.

 

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:

  1. Í stað orðanna „260 millj. kr.“ kemur: 330 millj. kr.
  2. Í stað orðanna „og tekjufallsstyrkjum samkvæmt lögum um tekjufallsstyrki“ kemur: tekjufallsstyrkjum samkvæmt lögum um tekjufallsstyrki og styrkjum samkvæmt lögum um styrki til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma.

 

6. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 1. mars 2022.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 2. mars 2022