Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1158/2015

Nr. 1158/2015 8. desember 2015

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 605/2006 um starfsskyldur kennara og sérfræðinga við Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á tölulið 3.1 í 3. gr.:

  1. Stafliður b orðast svo: Starfsskyldur lektora og dósenta í hálfu starfi (50%) eða meira skiptast almennt í 48% kennslu, 40% rannsóknir og 12% stjórnun.
  2. Stafliður c orðast svo: Starfsskyldur lektora og dósenta sem eru í minna en hálfu starfi (50%) skiptast í 69% kennslu, 23% rannsóknir og 8% stjórnun.
  3. Á eftir staflið c bætist inn nýr stafliður, svohljóðandi:Starfsskyldur lektora og dósenta í 20% eða minna starfshlutfalli eru ákveðnar af viðkomandi forseta fræðasviðs að höfðu samráði við starfsmann.
  4. Núverandi stafliður d orðast svo: Starfsskyldur aðjúnkta í hálfu starfi (50%) eða meira, aðjúnkta 1, skiptast almennt í 65% kennslu, 31% rannsóknir og 4% stjórnun.

2. gr.

2. mgr. I. liðar töluliðar 3.2 í 3. gr. orðast svo, ásamt tilheyrandi töflum:

Hlutfallslega aukin kennsluskylda samkvæmt lið A er eins og fram kemur í töflum A, B og C þegar um fullt starf er að ræða.

Tafla A
Rannsóknavirkni,
3 ára meðaltal  
Tafla B
Rannsóknavirkni,
3 ára meðaltal  
Tafla C
Rannsóknavirkni,
3 ára meðaltal  
Lektorar og dósentar
í fullu starfi  
Prófessorar í fullu starfi   Aðjúnktar 1, fullt starf  
Rannsóknastig Kennsluskylda Rannsóknastig Kennsluskylda Rannsóknastig Kennsluskylda
9 49% 9 49% 6 66%
8 50% 8 50% 5 67%
7 51% 7 51% 4 68%
6 52% 6 52% 3 69%
5 53% 5 53% 2 70%
4 54% 4 54% 1 71%
3 55% 3 55% 0 72%
2 56% 2 56%    
1 57% 1 57%    
0 58% 0 58%    

3. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, eru settar samkvæmt heimild í 5. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 8. desember 2015.

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 22. desember 2015