Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1258/2018

Nr. 1258/2018 21. desember 2018

GJALDSKRÁ
Sjúkratrygginga Íslands fyrir einnota áhöld og efni.

1. gr.

Sjúkratryggingar Íslands hafa ákveðið gjaldskrá fyrir einnota áhöld og efni vegna aðgerða er sjúkratryggðir einstaklingar undirgangast hjá sérfræðingum í handlæknisgreinum og svæfingum og sem ekki hefur verið samið um, sbr. fylgiskjal 1. Gjaldskrá þessi er sett á grundvelli reglugerðar nr. 1256/2018, um endurgreiðslu kostnaðar fyrir einnota áhöld og efni vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.

2. gr.

Gjaldskráin gildir vegna endurgreiðslu á kostnaði við einnota áhöld og efni vegna aðgerða hjá sérgreinalæknum, fyrirtækjum þeirra eða hópum sérgreinalækna sem Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt að uppfylli lágmarkskröfur Sjúkratrygginga Íslands vegna skurðstofureksturs utan sjúkrahúsa, sbr. fylgiskjal 2, og önnur sett skilyrði, sbr. þau sem gilda um samningsbundna þjónustu skv. 45. gr. og 46. gr. laga um sjúkratryggingar.

Einingarverð gjaldskrár skal vera 184,40 kr.

Ef tvö eða fleiri verk eru framkvæmd samtímis reiknast efnisgjald fyrir þá aðgerð sem ber hæst efnisgjald en ekkert fyrir önnur.

3. gr.

Gjaldskrá þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 38. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, og reglugerð nr. 1256/2018, um endurgreiðslu kostnaðar fyrir einnota áhöld og efni vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands, öðlast gildi 1. janúar 2019.

Sjúkratryggingum Íslands, 21. desember 2018.

María Heimisdóttir.

Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 28. desember 2018