Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 53/2020

Nr. 53/2020 13. janúar 2020

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 153/2010 um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands.

1. gr.

Í stað tölunnar „8“ í lok 1. mgr. 7. gr. reglnanna kemur: 9.

 

2. gr.

Á eftir 9. gr. í III. kafla reglnanna bætist við ný grein, sem verður 9. gr. a. Jafnframt breytist tölu­setning núverandi 9. gr. a. í IV. kafla reglnanna og verður hún 9. gr. b.

Ný 9. gr. a. hljóðar svo ásamt fyrirsögn:

9. gr. a.

Takmörkun á inntöku nemenda í þverfaglegt nám í hagnýtri atferlisgreiningu.

Fjöldi nýrra nemenda í námi til meistaraprófs eða viðbótardiplómu í hagnýtri atferlisgreiningu tak­markast samtals við töluna 20, enda uppfylli allir umsækjendur inntöku­skilyrði. Allir nemendur skulu uppfylla inntökuskilyrði sbr. 1.–3. tölulið 2. mgr. að mati stjórnar námsins eða inntöku­nefndar. Við val á nemendum skal byggja á sjónarmiðum sem fram koma í 1. og 3. tölulið 2. mgr.

Nemendur sem hefja nám í hagnýtri atferlisgreiningu skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 1. Hafa lokið grunnnámi í háskóla sem nýtist í námi í hagnýtri atferlisgreiningu.
 2. Námið felur í sér starfsnám þar sem m.a. er unnið með börnum og öðrum viðkvæmum hópum og er af þeim sökum gerð krafa um að umsækjendur leggi fram sakavottorð, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 90/2008, um leikskóla, 3. mgr. 11. gr. laga nr. 91/2008, um grunn­skóla, 4. mgr. 8. gr. laga nr. 92/2008, um framhaldskóla, 3. mgr. 10. gr. æskulýðs­laga, nr. 70/2007 og 36. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.
 3. Geta gert grein fyrir hæfni sinni til náms. Við mat á hæfni skal byggja á eftirtöldum við­miðum:
  1. Persónulegri greinargerð um forsendur og áhugasvið.
  2. Starfsreynslu, staðfestri af vinnuveitanda.
  3. Umsögn frá yfirmanni á stofnun á sviði mennta-, félags- eða heilbrigðisþjónustu ef við á.
  4. Einkunnum í öðru háskólanámi.
  5. Reynslu af rannsóknum og ritstörfum.
  6. Annarri menntun.
  7. Persónulegum viðtölum þegar þurfa þykir.

Stjórn námsins eða inntökunefnd sem stjórn námsins skipar fjallar um umsóknir nemenda og annast val þeirra. Telji stjórnin eða inntökunefnd að umsækjandi uppfylli ekki inntöku­skilyrðin sbr. 1.–3. tölulið 2. mgr. hafnar hún umsókn. Nánari ákvæði um inntökuskilyrði og inntöku nemenda er að finna í kennsluskrá og á vef námsins.

 

3. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fenginni tillögu heilbrigðis­vísindasviðs og menntavísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi og verður beitt frá og með háskólaárinu 2020–2021.

 

Háskóla Íslands, 13. janúar 2020.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 29. janúar 2020