Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 939/2019

Nr. 939/2019 15. október 2019

SKIPULAGSSKRÁ
fyrir Málsóknarsjóð Gráa hersins.

1. gr.

Heiti.

Sjóðurinn heitir Málsóknarsjóður Gráa hersins.

2. gr

Form.

Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem starfar samkvæmt skipulagsskrá þessari, sem hlotið hefur staðfestingu sýslumanns samkvæmt lögum nr. 19/1988. Sjóðurinn stundar ekki atvinnu­starfsemi.

3. gr.

Heimili og varnarþing.

Heimili sjóðsins og varnarþing er í Reykjavík.

4. gr.

Tilgangur.

Tilgangur sjóðsins er að kosta málarekstur einstaklings eða einstaklinga gegn íslenska ríkinu fyrir dómstólum, þar sem látið verði reyna á lögmæti gildandi ákvæða um skerðingar ellilíf­eyris og heimilisuppbótar almannatrygginga vegna annarra tekna ellilífeyristaka, og eftir atvikum önnur atriði í samskiptum ellilífeyristaka og hins opinbera.

Miðað verður við að framlög sjóðsins standi undir öllum málskostnaðinum. Gerður verði samn­ingur milli sjóðsins og einstaklings/einstaklinga, sem hann ákveður að styðja, um nánari tilhögun mála­rekstrarins og greiðslu kostnaðar.

5. gr.

Stofnendur.

Stofnendur sjóðsins eru eftirtalin félög sem leggja fram stofnfé sem hér segir:

Félag
Kennitala
Stofnframlag, kr.
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni 490486-3999 301.000
Félag eldri borgara í Kópavogi 431189-2759 10
Félag eldri borgara Garðabæ 440294-2439 100.000
Félag eldri borgara í Hafnarfirði 460476-0899 100.000
Félag eldri borgara Suðurnesjum 670391-1329 100.000
Félag aldraðra Mosfellsbæ og nágrenni 471102-2450 50.000
Félag eldri borgara Akranesi og nágrenni 710890-2189 10
Félag eldri borgara Borgarnesi og nágrenni 481298-2029 100.000
Félag aldraðra Borgarfjarðardölum 551298-2649 10.000
Félag eldri borgara Grundarfjarðarbæ 420398-2639 50.000
Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi 491001-3480 10
Félag eldri borgara Ísafirði 550597-2689 50.000
Félag eldri borgara Önundarfirði 690702-2660 20.000
Félag eldri borgara Vestur-Barðastrandarsýslu 431299-2089 10
Félag eldri borgara í Húnaþingi 520202-3310 10
Félag eldri borgara Skagafirði 560198-3109 10
Félag eldri borgara Siglufirði 430998-2189 54.000
Félag aldraðra í Eyjafirði 600597-3299 10
Félag eldri borgara á Akureyri 651082-0489 75.000
Félag eldri borgara Dalvíkurbyggð 530398-2189 10
Félag eldri borgara Ólafsfirði 630394-2609 30.000
Félag eldri borgara Húsavík 621298-5349 10
Félag eldri Mývetninga 450299-3409 10
Félag eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði 561105-1110 10.000
Félag eldri borgara Fljótsdalshéraði 451092-2009 20.000
Félag eldri borgara á Eskifirði 670396-2239 10
Félag eldri Hornfirðinga 660191-1209 10
Félag eldri borgara Selfossi 410791-2269 30.000
Félag eldri borgara í Biskupstungum 590309-1250 10
Félagið 60 plús í Laugardal 590515-2130 10
Félag eldri borgara í Ölfusi 540295-2049 50.000
Félag eldri borgara Rangárvallasýslu 670493-2109 50.000
Félag eldri borgara Vestmannaeyjum
670296-2029
10
Samtals 33 félög Stofnframlög samtals kr. 1.200.150

6. gr.

Stofnfé og eignir.

Stofnfé sjóðsins er 1.200.150 kr. sem lagt er fram af stofnendum, sbr. 5. gr. Stofnféð er óskerðan­legt.

Sjóðurinn ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með öllum eignum sínum og öðrum þeim verð­mætum er hann kann að eignast síðar. Stofnendur hafa engin sérréttindi í sjóðnum.

Óheimilt er að veðsetja eignir sjóðsins. Óheimilt er að ráðstafa eignum sjóðsins í öðrum tilgangi en þeim sem greinir í 4. gr., sbr. þó 12. gr.

7. gr.

Tekjur.

Sjóðurinn stendur fyrir fjársöfnunum til málefnisins og veitir viðtöku styrkjum og öðrum framlögum. Óheimilt er að verja tekjum sjóðsins í öðrum tilgangi en segir í 4. gr.

Sjóðnum er óheimilt að taka lán.

8. gr.

Stjórn.

Fyrsta stjórn sjóðsins skal skipuð eftirtöldum þremur aðalmönnum og tveimur varamönnum til þriggja ára:

Ingibjörg H. Sverrisdóttir kt. 240347-2029 aðalmaður
Wilhelm Wessman kt. 021042-7819 aðalmaður
Þorbjörn Guðmundsson kt. 250949-2949 aðalmaður
Finnur Birgisson kt. 070646-3239 varamaður
Stefanía Magnúsdóttir kt. 290542-3839 varamaður

Að liðnum þremur árum frá stofndegi skal fráfarandi stjórn kjósa nýja stjórn þriggja aðal­manna og tveggja varamanna til næstu þriggja ára. Við kjör stjórnarmanna skal einfaldur meirihluti ráða.

Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Stjórnin stýrir öllum málefnum sjóðsins og kemur fram út á við fyrir hönd hans. Stjórnin skal sjá til þess að skipulag og starfsemi hans sé jafnan í réttu og góðu horfi. Undirskriftir meirihluta stjórnar skuldbinda sjóðinn. Stjórnin getur veitt umboð fyrir sjóðinn.

Stjórn sjóðsins er óháð í störfum sínum og tekur ekki við fyrirmælum frá öðrum um málefni sjóðsins, þ.m.t. frá stofnendum.

9. gr.

Stjórnarfundir.

Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda. Boðað skal til fundar með tryggilegum hætti og hæfi­legum fyrirvara. Stjórnarmaður skal tilkynna formanni um forföll og skal formaður þá boða vara­mann í hans stað. Formanni er skylt að boða til fundar ef meirihluti stjórnarmanna krefst þess.

Stjórnarfundur er lögmætur ef boðað hefur verið til hans í samræmi við 1. mgr. og meirihluti stjórnar sækir fund.

Halda skal fundargerðabók um það sem gerist á stjórnarfundum.

10. gr.

Endurskoðendur.

Stjórn sjóðsins skal velja einn eða fleiri löggilta endurskoðendur/skoðunarmenn til að endur­skoða reikninga sjóðsins fyrir hvert starfsár. Endurskoðendur má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna sjóðsins.

11. gr.

Reikningsárið.

Reikningsár sjóðsins er almanaksárið og er fyrsta reikningstímabil frá stofnun sjálfseignar­stofnunar­innar og til næstu áramóta.

12. gr.

Breyting skipulagsskrár, slit og sameining.

Óheimilt er að breyta skipulagsskrá þessari eða sameina sjóðinn annarri sjálfseignarstofnun, sbr. þó 6. gr. laga nr. 19/1988.

Með samþykki allra stjórnarmanna sjóðsins má leggja hann niður. Slíkt skal svo borið skrif­lega undir embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Komi til niðurlagningar sjóðsins skal hreinni eign hans varið til að styðja við starfsemi eða verkefni, sem miða að því að auka velferð og bæta hag aldraðra, eftir vali sjóðstjórnarinnar.

13. gr.

Staðfesting sýslumanns.

Leita skal staðfestingar sýslumannsins á Norðurlandi vestra á skipulagsskrá þessari.

Skipulagsskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa sam­kvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1988.

F.h. sýslumannsins á Norðurlandi vestra, 15. október 2019,

Björn Hrafnkelsson.

Auður Steingrímsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 30. október 2019