Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1328/2021

Nr. 1328/2021 26. nóvember 2021

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, nr. 1266/2021.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. tölul. 4. mgr. orðast svo: Allir gestir fæddir 2015 og fyrr framvísi neikvæðri niðurstöðu úr COVID-prófi (PCR eða antigen) sem má ekki vera eldra en 48 klst. Undanþegnir þessu eru þeir sem framvísa jákvæðri niðurstöðu úr PCR-prófi sem er eldra en 14 daga gamalt en yngra en 180 daga.
  2. Fjöldatakmarkanir 1. og 2. mgr. gilda ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innan­lands­flug, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila, svo sem lögreglu, slökkviliðs, hjálparliðs almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks. Enn fremur gildir ákvæðið ekki um störf ríkis­stjórnar, ríkisráðs, þjóðaröryggisráðs, Alþingis og þegar dómstólar fara með dómsvald sitt.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breyt­ingum, tekur þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 26. nóvember 2021.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Ásta Valdimarsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 26. nóvember 2021