Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1318/2022

Nr. 1318/2022 14. nóvember 2022

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 992/2022, um tilkynningar um markaðssetningu, auk leyfisveitinga, og innihaldsefni nikótínvara, rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur sem innihalda nikótín.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðunum „bundið við leyfishafa“ kemur: og heimilisfang sölustaðar.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sölustaður þarf að uppfylla kröfur um sölustaði, sbr. 10. gr. laga nr. 87/2018, og sýnileika, sbr. 11. gr. sömu laga, og skal leyfishafi hafa þar lögheimili eða fasta starfsstöð. Eingöngu er heimilt að selja nikótínvörur og rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur á þeim sölustað sem fengið hefur leyfi samkvæmt þessari grein.

 

2. gr.

2. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tekur gjald fyrir leyfisumsókn til smásölu og reksturs sér­verslunar með nikótínvörur og rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur skv. 5. gr. og er umsókn ekki tekin til meðferðar fyrr en gjald hefur verið greitt. Gjaldið samanstendur af vinnslugjaldi að fjárhæð 27.224 kr. og eftirlitsgjaldi. Eftirlitsgjaldið samanstendur af tímagjaldi sérfræðings Húsnæðis- og mannvirkja­stofnunar sem er 18.216 kr./klst. og eftir atvikum tilfallandi kostnaði, svo sem ferða­kostnaði.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 8. gr. og 2. og 3. mgr. 14. gr. og 3. mgr. 14. gr. a laga nr. 87/2018, um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, tekur þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 14. nóvember 2022.

 

Willum Þór Þórsson.

Ásta Valdimarsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 30. nóvember 2022