Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 400/2021

Nr. 400/2021 6. apríl 2021

AUGLÝSING
um útgáfu hæfniramma um íslenska menntun.

Í samræmi við 3. mgr. 23. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008, 2. mgr. 5. gr. laga um fram­halds­fræðslu nr. 27/2010 og 5. gr. laga um háskóla nr. 63/2006, hefur mennta- og menn­ingar­mála­ráðherra gefið út hæfniramma um íslenska menntun sem tengdur er við evrópskan hæfni­ramma um menntun (European Qualification Framework, EQF).

Hæfnirammi um íslenska menntun telur sjö hæfniþrep og endurspegla hækkandi þrep auknar hæfni­­kröfur. Markmið hæfnirammans er meðal annars að auka gagnsæi innan íslenska mennta­kerfis­­ins, mynda brýr milli formlegs og óformlegs náms og auðvelda samanburð við menntakerfi annarra Evrópulanda. Námslok eru tengd við hæfni­þrep og varpar ramminn ljósi á þá hæfni sem einstak­­lingur býr yfir að loknu námi. Hann getur þannig auðveldað samanburð, gagnsæi og hreyfan­leika á milli kerfa og landa.

Hæfnirammi um íslenska menntun er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari á íslensku og ensku.

 

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 6. apríl 2021.

 

Lilja D. Alfreðsdóttir.

Páll Magnússon.

 

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 13. apríl 2021