Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 360/2017

Nr. 360/2017 5. apríl 2017

GJALDSKRÁ
fyrir stefnuvotta.

1. gr.

Þóknun fyrir birtingu.

Fyrir birtingu á hvers konar tilkynningu, vegna hvers manns sem hún er birt fyrir, skal greiða stefnu­votti 2.400 kr. þóknun.

2. gr.

Aksturskostnaður.

Stefnuvottur skal fá greiddan aksturskostnað, 1.800 kr., vegna hverrar birtingar. Ef birtar eru samtímis fleiri en ein tilkynning á hendur sama manni eða tveimur einstaklingum á sama heimili, skal þó aðeins greiða aksturskostnað fyrir eina birtingu. Fari stefnuvottur á fleiri en einn stað í sömu ferð skal aksturskostnaður skiptast á milli jafnmargra og viðkomustaðirnir eru.

Sé um lengri veg að fara en 30 kílómetra skal aksturskostnaður ákveðinn í samræmi við aksturs­gjald sem ákveðið hefur verið fyrir ríkisstarfsmenn.

3. gr.

Póstkostnaður.

Póstkostnaður vegna birtingar skal greiddur af þeim sem æskir birtingarinnar.

4. gr.

Ómaksþóknun.

Endursendi stefnuvottur tilkynningu án þess að birting hafi tekist, skal hann fá aksturskostnað greiddan að fullu, en að auki skal hann fá greidda ómaksþóknun og skal hún vera að fjárhæð kr. 1.600.

5. gr.

Gildistaka.

Gjaldskrá þessi, sem sett er með heimild í 4. mgr. 81. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá fyrir stefnuvotta nr. 341/2010.

Innanríkisráðuneytinu, 5. apríl 2017.

Sigríður Á. Andersen
dómsmálaráðherra.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


B deild - Útgáfud.: 28. apríl 2017