Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 694/2020

Nr. 694/2020 10. júlí 2020

REGLUGERÐ
um (3.) breytingu á reglugerð um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19, nr. 580/2020.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. mgr. verður svohljóðandi: Fyrir komuna til Íslands er einstaklingum fæddum 2004 eða fyrr skylt að fylla út rafrænt eyðublað þar sem meðal annars koma fram samskiptaupplýsingar, upplýsingar um hvar viðkomandi hefur dvalið og upplýsingar um heilsufar. Við forskráningu skal meðal annars koma fram hvort viðkomandi hyggst fara í sýnatöku á landamærum. Að öðrum kosti er unnt að synja viðkomandi um sýnatöku á landamærum.
  2. 5. mgr. fellur brott.
  3. Við 4. gr. bætist ný málsgrein sem verður 9. mgr. svohljóðandi: Þeim sem eru búsettir hér á landi eða eru íslenskir ríkisborgarar og hafa valið að fara í sýnatöku í samræmi við ákvæði þetta er ekki skylt að fara í sóttkví enda viðhafi þeir heimkomusmitgát í samræmi við leiðbeiningar sóttvarnalæknis í 5 daga frá komu til landsins eða þangað til niðurstöður liggja fyrir úr sýnatöku sem í boði verður og framkvæma á 4 til 5 dögum eftir komu til landsins. Að öðrum kosti skal einstaklingur fara í sóttkví samkvæmt þessari reglugerð. Neikvæð niðurstaða úr seinni sýnatöku leiðir til þess að einstaklingur þarf ekki lengur að viðhafa heimkomusmitgát. Um jákvæð sýni fer eftir 9. gr. Seinni sýnataka samkvæmt þessari málsgrein er skipulögð af sóttvarnalækni og er hún einstaklingi að kostnaðarlausu.

 

 

2. gr.

Við 8. gr. bætast tvær nýjar málsgreinar sem verða 4. og 5. mgr. svohjóðandi: Einstaklingur sem getur staðfest með gildu vottorði að hann hafi sýkst af SARS-CoV-2 veirunni þarf hvorki að sæta sóttkví né fara í sýnatöku á landamærum samkvæmt þessari reglugerð. Sama gildir um einstakling sem getur sýnt fram á gilt vottorð um neikvætt PCR-próf. Um þann tíma sem liðinn er frá því að PCR-próf var tekið fer eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Um efni og form vottorða fer að öðru leyti eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis, m.a. um gildi vottorða og tungumál. Vottorð sem uppfylla ekki leiðbeiningar sóttvarnalæknis eru ekki gild vottorð samkvæmt þessu ákvæði. Sóttvarnalækni er heimilt að framkvæma mótefnamælingu eða sýnatöku til staðfestingar á vottorði ef vafi leikur á um trúverðugleika vottorðs. Á meðan beðið er eftir niðurstöðu slíkrar greiningar skal einstaklingur sæta sóttkví.

Einstaklingi sem kemur til Íslands og hefur ekki dvalið á áhættusvæði á síðastliðnum 14 dögum er ekki skylt að fara í sóttkví skv. 1. mgr. 3. gr. og þarf hann ekki að fara í sýnatöku í samræmi við 4. gr. Áhættusvæði eru nánar skilgreind af sóttvarnalækni, sbr. 1. mgr. 3. gr.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli 12., 13. 14. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur gildi 13. júlí 2020.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 10. júlí 2020.

 

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Rögnvaldur G. Gunnarsson.


B deild - Útgáfud.: 10. júlí 2020