Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 872/2019

Nr. 872/2019 3. október 2019

AUGLÝSING
um samþykkt breytingar á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi sem hér segir:

Landspilda 219270 í Mosfellsdal.
Breytingin felur í sér að landinu er skipt upp í fjórar lóðir, 10.000 m² hver. Heimilt verður að byggja íbúðarhús og bílskúr allt að 350 m², gestahús allt að 150 m² og annað húsnæði allt að 500 m². Aðkoma að lóðunum verður frá Helgadalsvegi inn á nýjan veg syðst í landinu. Nýtingarhlutfall er 0,1.

Ofangreind breyting hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 3. október 2019,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 4. október 2019