Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 222/2021

Nr. 222/2021 24. febrúar 2021

AUGLÝSING
um breytingu á gjaldskrá Orkubús Vestfjarða ohf. fyrir hitaveitur, nr. 743/2008.

Samkvæmt orkulögum nr. 58/1967, með síðari breytingum, hefur ráðuneytið staðfest eftir­farandi breytingu á gjaldskrá Orkubús Vestfjarða ohf., nr. 743/2008, er tekur gildi 1. mars 2021.

Gjaldskrá Orkubús Vestfjarða ohf., fyrir hitaveitur, nr. 743/2008, með síðari breytingum, breytist þannig:

H90 og H99. Hitun íbúðarhúsnæðis.   Án vsk Orkuskattur M. 11% vsk
Minnst 74°C hiti frá kyndistöð        
Orkugjald kr./kWst. 9,17 0,18 10,38
Fastagjald kr./ári 32.610 652 36.921
Rúmmetragjald kr./m³ 41,25 0,83 46,71
H94 og H95. Hitun íbúðarhúsnæðis.        
Minnst 70°C hiti frá kyndistöð        
Orkugjald kr./kWst. 9,17 0,18 10,38
Fastagjald kr./ári 32.610 652 36.921
Rúmmetragjald kr./m³ 35,37 0,71 40,05
H98. Sala um varmaskipti.        
Minnst 74°C hiti frá kyndistöð        
Orkugjald kr./kWst. 5,75 0,12 6,52
Fastagjald kr./ári 326.124 6.522 369.237
Rúmmetragjald kr./m³ 24,79 0,50 28,07
H96. Vatnsmagn Suðureyri.        
Minnst 70°C hiti frá kyndistöð        
Orkugjald kr./kWst. 5,30 0,11 6,01
Fastagjald kr./ári 17.940 359 20.312
Rúmmetragjald kr./m³ 19,46 0,39 22,03
I96 og H76. Suðureyri.        
Minnst 60°C hiti frá borholu        
Fastagjald kr./ári 32.610 652 36.921
Rúmmetragjald kr./m³ 87,20 1,74 98,72
I90, I91 og H70. Hitun Reykhólar.        
Fastagjald kr./ári 32.610 652 36.921
Rúmmetragjald kr./m³ 224,28 4,49 253,93
H79. Reykhólar.        
Auðlindagjald til ríkisins        
Fastagjald kr./ári 32.610 652 36.921
Rúmmetragjald kr./m³ 3,23 0,06 3,65
H77 og H78. Vatnsmagn. Reykhólar.        
Sundlaugar og gróðurhús        
Fastagjald kr./ári 32.610 652 36.921
Rúmmetragjald kr./m³ 74,68 1,49 84,55

 

Greiða skal í ríkissjóð sérstakan skatt af heitu vatni. Heimilt er að miða innheimtu skatts af heitu vatni við áætlaða sölu. Fjárhæð skatts af heitu vatni skal vera 2,0% af smásöluverði.

 

Tengigjöld hitaveitu.

    Án vsk M. 11% vsk
20 mm stál og 25 mm Pex kr. 251.999 279.719
25 mm stál og 32 mm Pex kr. 327.599 363.635
32 mm stál og 40 mm Pex kr. 504.000 559.440
50 mm stál kr. 756.001 839.161
80 mm stál kr. 3.024.011 3.356.652
Aukamæligrind hitaveitu kr. 79.198 87.910
Uppsetning orkumælis kr. 43.736 48.547

 

Orkubúinu er heimilt að takmarka aðgang að heitavatnskerfi ef orkuöflun gefur tilefni til.

Sé fyrirsjáanlegt vegna fjarlægðar eða annarra aðstæðna að kostnaður við lagningu heimæðar verði meira en 50% hærri en gildandi gjaldskrá, skal greiða þann áætlaða kostnað sem er umfram 50%.

Sé ný heimæð ekki tekin í notkun eða veitu lokað, í 6 mánuði eða lengur má búast við afteng­ingu heimæðar. Hafi notkun aldrei hafist á nýrri heimæð eða fallið niður í veitum sem hafa verið í notkun, í að minnsta kosti 5 ár, telst heimæð aflögð og þarf að greiða fullt tengigjald til að notkun geti hafist. Fyrir skemmri tíma greiðist fastagjald fyrir þann tíma sem liðinn er frá aftengingu auk endurtengingargjalds (uppsetning orkumælis).

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 24. febrúar 2021.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Kristján Skarphéðinsson.

Hreinn Hrafnkelsson.


B deild - Útgáfud.: 26. febrúar 2021