Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 878/2016

Nr. 878/2016 26. október 2016

REGLUGERÐ
um bann við notkun erfðabreytts fóðurs í sauðfjárrækt.

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðarinnar er að auka samkeppnishæfni íslenskra sauðfjárafurða.

2. gr.

Erfðabreytt fóður.

Erfðabreytt fóður inniheldur eða samanstendur af erfðabreyttum lífverum eða er framleitt úr eða inniheldur innihaldsefni sem eru framleidd úr erfðabreyttum lífverum.

3. gr.

Notkun.

Framleiðanda eða umráðamanni sauðfjár er óheimilt að fóðra sauðfé með erfðabreyttu fóðri.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 19. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998, tekur þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. október 2016.

Gunnar Bragi Sveinsson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kristján Skarphéðinsson.


B deild - Útgáfud.: 27. október 2016