Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1451/2022

Nr. 1451/2022 1. desember 2022

GJALDSKRÁ
fyrir Hafnarsjóð Norðurþings.

Gildissvið.

1. gr.

Gjaldskrá þessi gildir fyrir hafnir Norðurþings, þ.e. Húsavíkurhöfn, Raufarhafnarhöfn og Kópaskers­höfn og er sett skv. heimild í 17. gr. hafnalaga nr. 61/2003 með síðari breytingum.

 

2. gr.

Við ákvörðun hafnagjalda samkvæmt stærð skipa skal miða við brúttótonnatölu skipa sam­kvæmt alþjóðlegu mælibréfi, sem gefið er út eftir ákvæðum alþjóðasamþykktarinnar um mælingu skipa frá 1969.

 

3. gr.

Af öllum skipum skal greiða tilheyrandi gjöld til Hafnarsjóðs, ef þau koma inn fyrir takmörk hafnar­innar og njóta þjónustu hennar.

 

Skipagjöld.

4. gr.

Lestargjöld:

Af öllum skipum skal innheimta lestargjald á mælieiningu skips skv. 2. gr. við hverja komu til hafnar.

Af fiskiskipum og bátum skal þó ekki innheimta lestargjald oftar en tvisvar í mánuði og einu sinni í hverjum mánuði liggi skip við bryggju til lengri tíma.

Undanþegin greiðslu lestargjalds eru herskip, varðskip og skip sem eru gerð út til vísindalegra rannsókna, svo og skip sem leita hafnar vegna sjóskaða eða til að láta í land sjúka menn eða látna, svo fremi þau nýti ekki aðra þjónustu.

Lestargjald, 19,60 kr. pr. brt.

 

Bryggjugjöld:

Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða bryggjugjöld á mæli­einingu skv. 2. gr. fyrir hverja byrjaða 24 tíma sem skipið liggur bundið.

Heimilt er að taka lestar- og bryggjugjald af fiskiskipum og minni bátum undir 100 brt sem mánaðargjald á mælieiningu, en þó aldrei lægra en uppgefið lágmarksverð á mánuði skv. eftir­farandi flokkun:

Bryggjugjöld fyrir skip minni en 10.000 brt, 10,50 kr. pr. brt.

Bryggjugjöld fyrir skip stærri en 10.000 brt, 14,00 kr. pr. brt.

Mánaðargjöld, 129 kr. pr. brt.

Lágmarksgjöld báta 20 brt og stærri fyrir hvern byrjaðan mánuð, 14.205 kr.

Lágmarksgjöld báta undir 20 brt hvern byrjaðan mánuð, 8.615 kr.

Bátar í vetraruppistöðu á hafnarsvæðum, hvern byrjaðan mánuð, 6.131 kr.

Bátar í uppistöðu lengur en 6 mánuði á hafnarsvæði, hvern byrjaðan mánuð, 25.132 kr.

Bátavagnar og kerrur á hafnarsvæðum, hvern byrjaðan mánuð, 6.131 kr.

Heimilt er að leggja allt að fimmföld bryggjugjöld á skip og báta sem liggja um lengri tíma við bryggju og hafa verið án haffærisskírteinis í a.m.k. 3 mánuði.

Heimilt er að leggja þreföld bryggjugjöld á skip og báta sem eru í viðlegu vegna annarrar starfsemi en útgerðar þ.e. bátar og skip sem ekki skila afla- eða farþegagjaldi til hafnarinnar.

Bryggjugjöld af erlendum skútum og skemmtibátum. Innifalið vatn og rafmagn.

Gjald fyrir hvern byrjaðan dag, 4.300 kr.

 

Vörugjöld.

5. gr.

Vörugjald skal greiða af öllum vörum sem fluttar eru af skipsfjöl á land eða úr landi á skipsfjöl, eða úr einu skipi í annað, innan marka hafnarinnar, þó með þeim undantekningum er síðar getur. Farmflytjandi skal skila farmskrá og öðrum nauðsynlegum gögnum, eins fljótt og auðið er, til hafna Norðurþings, vegna álagningar vörugjalda.

 

6. gr.

Fyrir vörur sem samkvæmt farmskrá skips eru ákveðnar til annarrar hafnar, innlendrar eða erlendrar, en eru látnar á land um stundarsakir, skal aðeins greitt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land. Undanþegnar þessu gjaldi eru vörur sem látnar eru á land um stundarsakir vegna skemmda á skipi.

 

7. gr.

Af vörum fluttum með reglulegum strandsiglingum, til hafnar, er veittur 40% afsláttur af vöru­gjöldum í hverjum verðflokki. Af vörum sem fara frá höfn skal greiða fullt vörugjald í fyrstu lestunar­höfn. Af vörum sem koma frá útlöndum og fara eiga áfram til útlanda er heimilt að innheimta fullt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land.

Í samræmi við lög nr. 52/2013 um heimild til samninga um kísilver í landi Bakka í Norðurþingi og fjárfestingarsamning ríkisins við PCC SE og PCC BakkiSilicon hf. gilda sérákvæði um afslátt félagsins PCC BakkiSilicon hf. Samkvæmt samningi Hafnarsjóðs og PCC BakkiSilicon hf. frá 30. júlí 2013 skal félaginu veittur 40% afsláttur af vörugjöldum vegna inn- og útflutnings, hvort sem flutn­ingurinn fer fram með reglubundnum strandsiglingum eða með beinum inn- og útflutningi.

 

8. gr.

Um vörugjald af flutningi ferjuskipa skal semja við ferjueiganda sem innheimtir gjaldið ásamt flutningsgjaldi og stendur skil á því til hafnarinnar. Farþegar, bifreiðar þeirra, farangur og vöru­flutn­ingar með ferjum og flóabátum sem njóta styrks samkvæmt vegalögum eru undanþegnir vöru­gjaldi. Heimilt er þó að taka vörugjöld af vöru í vörugjaldsflokkum 1 og 2 og 3. flokki, a-lið, sbr. 11. gr.

 

9. gr.

Þessar vörur eru undanþegnar vörugjaldi:

 1. Kol, olía, vistir og aðrar nauðsynjar skipa til eigin notkunar.
 2. Almennar póstsendingar og farangur ferðamanna.
 3. Úrgangur sem fluttur er til eyðingar.

 

10. gr.

Vörugjald skal reikna eftir þyngd með umbúðum eða verðmæti, af hverri sendingu sérstaklega. Fara skal eftir farmskrá skipa við útreikning vörugjalds. Skipstjóra eða afgreiðslumanni skips er skylt að láta gjaldkera hafnarinnar í té afrit af farmskrá áður en lestun eða losun hefst. Þyki hafnar­stjóra ástæða til getur hann hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt sem hann telur hentugast. Reynist vörumagnið vera meira en upp er gefið greiðir farmeigandi kostnaðinn. Séu fleiri en ein vörutegund í sendingu, ósundurliðað eða farmlýsing óskýr skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund sem hæst gjald skal greiða af.

 

11. gr.

Vörur skal flokka til eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og þar segir.

Vörugjaldskrá:

1. fl.: Heilfarmar af lausu efni í lestum eða bílum, svo sem kol, laust korn, salt, sandur, möl, kvarts, málmgrýti og önnur steinefni, vikur, kísilgúr, sement, áburður, súrál, koks, og úrgangur sem fluttur er til endurvinnslu.
  a) Gjald fyrir hvert byrjað tonn, 422 kr.
  b) Farmar af lausu efni losað eða lestað beint af hafnarsvæði, 887 kr.
2. fl.: Heilfarmar af vökva sem dælt er í land eða um borð í skip s.s. bensín og brennsluolíur. Lýsi. fiskimjöl, fiskifóður, þörungamjöl ásamt inn- og útfluttum sjávarafurðum.
  Gjald af saltfiski reiknast miðað við tvöfalda þyngd.
  Gjald fyrr hvert byrjað tonn, 530 kr.
3. fl.: a) Þungavarningur svo sem sekkjavörur, óunnir málmar og timbur, stálbitar, steypu­styrktar­­járn, brotajárn, byggingarefni ýmiss konar, rör, gifsplötur, rafmagns­strengir, málmklæðn­ingar og einangrun. Útgerðarvörur, smurolíur, landbúnaðar­afurðir, hráefni til iðnaðar og byggingaframkvæmda. Pökkuð og niðursoðin matvæli, óáfengar drykkjarvörur og ávextir. Steinull, sauðskinn, plaströr, gler og umbúðir.
  b) Vörur sem ekki verða flokkaðar annars staðar eftir þyngd. Vörugjald greiðist ekki af bif­reiðum ferðamanna, enda ferðist eigendur þeirra með sama skipi.
  Gjald fyrir hvert byrjað tonn, 789 kr.
4. fl.: a) Aðrar vörur sem ekki eru tilgreindar í 1.–3. fl. s.s. vélar og varahlutir, vinnuvélar, tæki og tækjabúnaður hvers konar. Skrifstofu- og aðstöðugámar. Heimilistæki og skrif­stofu­vélar, bifreiðar, bifhjól, reiðhjól, hjólbarðar, bátar, flugvélar, hreyflar, aflvélar, mótorar, mælitæki. Húsbúnaður, búslóð, húsgögn, vefnaðarvara, fatnaður og gúmmí. Útvarps- og sjón­varps­tæki, hljóðfæri, úr, klukkur, myndavélar, sjónaukar, glys­varn­ingur ýmiss konar, vín, tóbak, sælgæti, snyrtivörur og lyf.
  b) Vörur sem ekki verða flokkaðar annars staðar eftir þyngd.
  Gjald fyrir hvert byrjað tonn, 2.102 kr.
5. fl.: 1,60% af heildaraflaverðmæti sjávarafla sem lagður er á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af heildar­verðmæti aflans.
  Gjald af saltfiski reiknast miðað við tvöfalda þyngd.
  Gjald af gámafiski reiknast af áætluðu heildarverði.
  Seljanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um seldan afla um leið og sala hefur átt sér stað, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Seljanda ber að standa skil á aflagjaldi og er ábyrgur fyrir því til hafnarsjóðs. Standa ber skil á greiðslu aflagjalds eigi sjaldnar en mánaðarlega. Við sölu aflans til skyldra aðila skal skv. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjó­manna og útvegsmanna að lágmarki miðað við skiptaverð Verðlagsstofu skiptaverðs.
  Um aflagjald af grásleppuhrognum gildir sama regla og með landaðan bolfisk og skal útgerðar­maður eða verkandi skila til hafnaryfirvalda skýrslum um heildarverðmæti hrogn­anna. Verði þeim ekki skilað munu hafnaryfirvöld ná í þær tölur inn á vefsíðu Fiskistofu sem vigtarmenn hafa aðgang að.
  Af vörum fluttum til hafnar með reglubundnum strandflutningum er veittur 40% afsláttur af vörugjöldum í hverjum verðflokki. Lágmarksgjald í öllum flokkum er kr. 2.500 á hvert tonn.

 

Úrgangs- og förgunargjald.

12. gr.

Samkvæmt lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004 og reglugerð nr. 1200/2014 ber skipstjóri ábyrgð á að úrgangi frá skipi sé skilað til hafnar eða viðurkennds þjón­ustu­aðila áður en látið er úr höfn.

Skipstjóri, eigandi skips eða þjónustuaðili skal undantekningarlaust skila fyrir komu skips til hafnar útfylltu eyðublaði til hafnarinnar um magn og tegund þess úrgangs sem skilað skal á land. Misbrestur á því getur leitt til tilkynningar til Umhverfisstofnunar.

Skip sem óskar eftir að hafnir Norðurþings taki á móti úrgangi skal tilkynna um það að lágmarki 48 klst. fyrir komu til hafnar.

Annist höfn móttöku og förgun á úgangi frá skipi skal gjald greitt fyrir þjónustuna fyrir hvern rúmmetra úrgangs. Fari kostnaður við förgun og eyðingu umfram uppgefið gjald hafnarinnar greiðir viðkomandi aðili þann kostnað sem til fellur við móttöku og förgun.

Öll skip sem falla undir 11. gr. c í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004 skulu greiða eftirfarandi vegna úrgangs:

 1. Úrgangsgjald: Við komu skips til hafna skal skip greiða gjald á brt. Gjald þetta skal standa undir eftirliti og umsýslu hafnar vegna móttöku á úrgangi.
  Gjald pr. brt skips samkvæmt lið a, 0,91 kr.
  Lágmarksgjald samkvæmt lið a, 7.054 kr.
  Hámarksgjald samkvæmt lið a, 60.472 kr.
 2. Úrgangsgjald: Gjald skv. staflið a má lækka ef umhverfisstjórnun, hönnun, búnaður og frágangur skips er með þeim hætti að skipstjóri geti sýnt fram á að minni úrgangur verði til um borð.
  Gjald pr. brt skips samkvæmt lið b, 0,69 kr.
  Lágmarksgjald samkvæmt lið b, 6.919 kr.
  Hámarksgjald samkvæmt lið b, 29.598 kr.
 3. Úrgangsgjald: Skip og bátar sem koma oftar en fjórum sinnum til hafnar á almanaksárinu greiða samkvæmt b-lið fyrir fimmtu komu og komur eftir það.
 4. Úrgangsgjald: Skip og bátar sem eru undir 60 m að lengd, eru ekki hafnsöguskyld og hafa varanlega viðveru í höfnum Norðurþings skulu greiða fast mánaðargjald vegna eftirlits og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi.
  Fast gjald á mánuði samkvæmt lið d, 6.856 kr.
 5. Förgunargjald: Við komu til hafnar skulu öll skip sem falla undir 11. gr. laga nr. 33/2004 greiða förgunargjald óháð því hvort þau skila úrgangi í land. Förgunargjaldið skal standa undir eftirliti, umsýslu og förgun á úrgangi sem skilað er á land:
  Farþegaskip yfir 60 metrar á lengd skulu greiða 1,88 kr. pr. brt.
  Önnur skip skulu greiða 2,70 kr. pr. brt.
  Greiða skal samkvæmt h-lið fyrir sorp sem fer umfram ofangeinda viðmiðun. Skip og bátar sem eru undir 60 m á lengd og hafa varanlega viðveru í höfnum Norðurþings skulu háðir sérstöku samkomulagi sem m.a. taki á lögum og reglum um skil á sorpi.
  Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er 41.270 kr.
 6. Förgunargjald: Skili skip sorpi til hafnarinnar eða leiti til viðurkennds aðila um móttöku á úrgangi getur það fengið álagt förgunargjald skv. e-lið fellt niður enda skili það áður kvittun móttökuaðilans ásamt réttum upplýsingum um losað magn. Skilyrði endurgreiðslu kostnaðar er að kvittun móttökuaðila hafi borist hafnaryfirvöldum. innan tveggja sólarhringa frá brott­för skips hafi skip leitað beint til viðurkenndrar móttökustöðvar.
 7. Samkvæmt 11. gr. reglugerðar nr. 1200/2014 getur Umhverfisstofnun veitt skipum í áætl­unar­siglingum, sem hafa reglulega viðkomu í höfnum og sýna fram á trygga afhendingu úrgangs og greiðslu gjalda í hverri höfn á siglingaleiðinni undanþágu frá afhendingu úrgangs.
  Skipstjóri eða eigandi skips sem fengið hefur undanþágu frá Umhverfisstofnun um afhend­ingu úrgangs eða skilum á tilkynningum, skal framvísa gildri staðfestingu þess efnis.
 8. Skip sem undanþegin eru gjaldskyldu skv. 1. tl. 2. mgr. 17. gr. og 11. gr. c laga um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004 skulu greiða fyrir móttöku hafnar og förgun á almennu sorpi.

Lágmarksgjald hafnar fyrir móttöku á úrgangi er kr. 15.823 á hvern rúmmetra. Lágmarksgjald miðast við einn rúmmetra. Annist höfnin móttöku á spilliefnum eða sérstökum úrgangi sem hefur í för með sér kostnað umfram förgun á almennu sorpi greiðir viðkomandi aðili þann kostnað sem til fellur. Höfnin skilar sorpi til sorpmóttöku í samræmi við magn í kg. Hafnarsjóður áskilur sér rétt til að umreikna kg gjald yfir í rúmmetragjald til viðskiptavina hafna ef kostnaður per þyngd á sorpi er hærri en rúmmetragjald hafnar.

Förgunargjald:

Farþegaskip, 1,89 kr. pr. brt.

Önnur skip, 2,70 kr. pr. brt.

Hver einstök losun:

Gjald pr. m³ sorps, lágmarksgjald. Gjald miðast við 1. m³, 16.191 kr.

Ef sækja þarf sorp við skipshlið bætist við kostnaður fyrir bíl og tæki, 5.000 kr.

Sorpgjald báta og skipa sem hafa fasta viðlegu í höfn:

Bátar að 15 brt, fyrir hvern byrjaðan mánuð, 2.547 kr.

Bátar 15-50 brt, fyrir hvern byrjaðan mánuð, 5.091 kr.

Bátar yfir 50 brt, fyrir hvern byrjaðan mánuð, 10.182 kr.

Ef skipstjóri eða útgerðaraðili óskar eftir gámi eða ílátum til magnlosunar sorps og losun fer fram á flokkunarstöð verður það gjaldfært samkvæmt reikningi flokkunarstöðvar fyrir viðkomandi losun.

 

Vigtargjöld.

13. gr.

Vigtargjald, 188 kr. pr. tonn.

Lágmarksgjald fyrir einstaka vigtun, að 10 tonnum, 1.798 kr.

Skráningargjald afla, 128 kr. pr. tonn.

Skráningargjald vegna endurvigtunar, 1.837 kr. pr. löndun.

Kranagjald hafnarkrana, 231 kr. pr. tonn.

Vigtun ökutækja, vagna o.fl., 2.849 kr.

Á vigtun sem fram fer í samfelldri vinnulotu á tímabilinu kl. 17.00 – 08.00 á virkum dögum bætist við yfirvinna vigtarmanns sem deilist niður á notendur. Lágmarksgjald er þó aldrei minna en 25% af gjaldi.

Vigtun í yfirvinnu, 7.154 kr. pr. klst.

Útkallsvigtun: Ef vigtað er utan daglegs opnunartíma hafnar greiðir sá er vigtað er fyrir útkall skv. gjaldskrá. Kostnaður útkalls deilist á viðskiptavini, þó aldrei fyrir minna en fjórðung úr klst. á hvern viðskiptavin. Tvöfalt gjald er tekið á stórhátíðardögum. Útkall reiknast að lágmarki 4 klst.

Útkallsvigtun, 26.510 kr.

 

Vatnsgjöld.

14. gr.

Vatnsgjald frá bryggju, kalt vatn, 427 kr. pr. m³.

Vatnsgjald frá bryggju, heitt vatn, 675 kr. pr. m³.

Lágmarksgjald á köldu og heitu vatni, miðast við 10 m³.

Bátar að 15 brt með fasta viðlegu greiða, 840 kr. pr. mánuð.

Bátar frá 15-50 brt með fasta viðlegu greiða, 1.680 kr. pr. mánuð.

Bátar yfir 50 brt með fasata viðlegu greiða, 3.957 kr. pr. mánuð.

Tengigjald á dagvinnutíma, 6.175 kr. pr. klst.

Tengigjald utan dagvinnutíma, 11.113 kr. pr. klst.

Lágmarkstími útkalls er 4 klst.

 

Raforkusala.

15. gr.

Raforkusala frá höfn, 21,70 kr. pr. KWh.

Tengigjald á dagvinnutíma, 6.174 kr. pr. klst.

Tengigjald utan dagvinnutíma, 11.113 kr. pr. klst.

Lágmarkstími útkalls er 4 klst.

Lágmarksgjald raforku miðast við 300 KWh, 6.515 kr.

Mælaleiga, lágmarksgjald, 8.282 kr. pr. byrjaðan mánuð.

 

Geymslugjöld.

16. gr.

Geymslusvæði samkvæmt samningi.

Geymsla á farmverndarsvæði, mánaðargjald, 231 kr. pr. m².

Geymsla á frágengnu svæði, mánaðargjald, 161 kr. pr. m².

Geymsla á öðrum hafnarsvæðum, mánaðargjald, 92 kr. pr. m².

Gjald fyrir skammtímageymslu á hafnarsvæðum.

Geymsla fyrir 20" gám, hvern byrjaðan sólarhring, 642 kr.

Geymsla fyrir 40" gám, hvern byrjaðan sólarhring, 1.282 kr.

Innheimt er fyrir raforku til frystigáma samkvæmt mælingu.

Mánaðarleiga fyrir geymslugáma á tilgreindum gámageymslusvæðum.

Geymsla fyrir 20" gám, hvern byrjaðan mánuð, 6.933 kr.

Geymsla fyrir 40" gám, hvern byrjaðan mánuð, 13.864 kr.

Ekki er heimilt að staðsetja geymslugáma eða annan varning á hafnarsvæði nema með leyfi hafnaryfirvalda. Heimilt er að innheimta gjald (sekt) fyrir veiðarfæri eða annan varning sem settur er á hafnarsvæði án leyfis hafnaryfirvalda.

Ekki er heimilt að geyma veiðarfæri eða annan varning fyrir utan eða ofan á gámum sem staðsettir eru á gámageymslusvæðum á hafnarsvæðum.

Hafnaryfirvöld áskilja sér rétt til að láta fjarlægja veiðarfæri og annan varning sem settur er við geymslugáma eða á önnur hafnarsvæði, á kostnað eigenda.

Daggjald vegna ósamþykktrar geymslu veiðarfæra og varnings á hafnarsvæðum, 7.070 kr.

Gjald fyrir skammtímageymslu veiðarfæra og varnings á hafnarsvæðum.

Eftir fyrstu fimm dagana, 7.070 kr. pr. sólarhring.

Svæði fyrir söluhús, án vatns og raforku, frá júní til loka ágúst, 46.216 kr.

 

Flotbryggjugjöld.

17. gr.

Flotbryggjugjöld pr. byrjaðan mánuð.

Bátar að 15 brt, 11.020 kr.

Bátar 15-30 brt, 33.921 kr.

Bátar yfir 30 brt, 61.046 kr.

 

Hafnsögugjöld.

18. gr.

Samkvæmt 6. gr. í hafnarreglugerð fyrir hafnir Norðurþings er öllum skipum lengri en 60 m, að undanskildum innlendum fiskiskipum, skylt að taka hafnsögumann við siglingu um hafnasvæði Norðurþings.

Fyrir leiðsögn til hafnar að bólvirki eða lægi skal greiða gjald fyrir hvert brúttótonn. Fyrir leið­sögn frá höfn, bólvirki eða lægi greiðist sama gjald. Fyrir leiðsögn um höfn greiðist hálft hafnsögu­gjald.

Hafnarstjóra er heimilt að veita skipstjóra skips, sem skylt er að lúta hafnsögu skv. þessari grein, undanþágu frá hafnsögu við sérstakar aðstæður. Skal skip með undanþágu engu að síður greiða fullt hafnsögugjald til hafnarinnar.

Hafnsögugjald fyrir hverja ferð, 11,10 kr. pr. brt.

Hafnsögugjald lágmark fyrir hverja ferð, 103.472 kr.

Flutningur, hafnsögumaður, fast gjald fyrir hverja ferð, 74.620 kr.

 

Móttaka skipa.

19. gr.

Festargjald pr. mann í dagvinnu, fyrir hverja komu/brottför, 18.472 kr.

Festargjald pr. mann í yfirvinnu, fyrir hverja komu/brottför, 33.250 kr.

Festargjald pr. mann á stórhátíðardögum greiðist tvöfalt næturvinnugjald.

Fjöldi starfsmanna við afgreiðslu skipa fer eftir stærð skipa og aðstæðum og er ákveðinn af hafnar­yfirvöldum hverju sinni.

 

Þjónusta dráttarbáta.

20. gr.

Öllum olíuskipum, skipum sem ekki hafa bógskrúfu og skipum með hættulegan farm er skylt að hafa dráttarbát til að tryggja öryggi við komur og brottfarir til og frá höfnum Norðurþings, sam­kvæmt 6. gr. hafnarreglugerðar.

Hafnarstjóri eða starfsmenn hafna, í umboði hafnarstjóra, geta þó krafist þess að skipstjórar allra skipa sem fara ætla um hafnarsvæði Norðurþings noti dráttarbát sér til aðstoðar og öryggis við komu eða brottför úr höfn, ef hann telur ástæðu til. Skipstjórar skipa geta óskað eftir aðstoð dráttarbáta telji þeir sig þurfa slíka þjónustu af einhverjum ástæðum.

Tímagjald fyrir aðstoð dráttarbáta, 13,40 kr. pr. brt skipa.

Hámarksgjald fyrir aðstoð dráttarbáts, 376.607 kr. pr. klst.

Lágmarksgjald fyrir Seif (staðsettur á Akureyri), 88.744 kr. pr. klst.

Lágmarksgjald fyrir Sleipni (staðsettur á Húsavík), 80.199 kr. pr. klst.

Siglingatími, Sleipnir, 90.310 kr. pr. klst.

Fylgi dráttarbátur skipi til öryggis á milli kanta innan hafnar er tekið hálft gjald.

Þegar dráttarbátur flytur hafnsögumann og aðstoðar einnig skipið, fellur gjald fyrir flutning hafn­sögumanns niður.

Siglingatími Sleipnis til eða frá stað umfram eina klst. tímagjald, 90.332 kr.

Siglingatími Seifs til eða frá stað umfram eina klst. tímagjald, 105.034 kr.

 

Hafnar- og siglingaverndargjald.

21. gr.

Við komu skipa, sem falla undir ákvæði laga um siglingavernd nr. 50/2004, ber að greiða eftir­farandi gjöld:

Farþegavernd pr. farþega farþegaskipa, 138 kr.

Farmvernd, álag á vörugjöld, 20%

Öryggisgjald vegna hafnarverndar fyrir hverja komu til hafnar, 61.982 kr.

Öryggisvörður pr. klst., dagvinnutími, miðað við einn mann, 7.324 kr.

Öryggisvörður pr. klst., næturvinnutími, miðað við einn mann, 13.576 kr.

Gjald miðast við einn öryggisvörð. Hafnaryfirvöld ákvarða fjölda öryggisvarða í hverju tilfelli.

 

Farþegagjöld.

22. gr.

Farþegagjald skal greiða af hverjum farþega ferðaþjónustubáta og skemmtiferðaskipa.

Skipstjórar eða eigendur þeirra báta sem stunda farþegaflutninga við hafnir Norðurþings skulu skila upplýsingum um farþegafjölda mánaðarlega meðan á farþegaflutningum stendur. Skal upplýs­ingum skilað eigi síðar en 10. dag hvers mánaðar fyrir næstliðinn mánuð.

Berist hafnaryfirvöldum ekki farþegatölur á tilsettum tíma munu hafnaryfirvöld innheimta farþega­gjöld samkvæmt áætluðum fjölda fluttra farþega.

Farþegagjald, 201 kr. pr. farþega.

 

Önnur gjöld.

23. gr.

Leiga á landgöngum, fyrir hverja byrjaða 24 tíma, 30.000 kr.

Samkvæmt lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda skal sá er veldur mengun í höfnum og hafnasvæðum standa straum af öllum kostnaði við viðbrögðum og hreinsun s.s. vinnu hafnarstarfs­manna, slökkviliðs eða annarra viðbragðsaðila svo og kostnaði vegna notkunar á búnaði og þeim efnum sem notuð eru við hreinsun og varnir.

 

Um innheimtu og greiðslu hafnargjalda.

24. gr.

Hafnarstjóri sér um innheimtu allra hafnargjalda og skal greiða gjöldin á skrifstofu hafnarinnar. Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er heimilt að reikna hæstu lögleyfðu dráttarvexti á skuldina, skv. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 28/2001.

Skipstjóri, eigandi eða umráðamaður skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til hafnarinnar vegna skipsins. Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka fjárnámi. Skipagjöldin eru tryggð með lögveði í skipinu og gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðskuldum, sbr. ákvæði 21. gr. hafnalaga nr. 61/2003. Skipstjóra er skylt að afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og skrá­setn­ingar­skírteini skipsins ef hafnarstjóri krefst þess og hefur Hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinunum uns gjöld eru greidd. Töf og tjón sem af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda skipa­gjaldsins. Að svo miklu leyti sem í gjaldskrá þessari eru ekki ákveðnir fastir gjalddagar á gjöldum skal greiða þau áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra, nema hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt öll gjöld sín til hafnarinnar.

 

25. gr.

Vörugjald greiðir móttakandi af vörum sem koma til hafnarinnar og sendandi af vörum sem fluttar eru úr höfninni. Ef margir eiga vörur sem fluttar eru með sama skipi skal afgreiðslumaður skipsins standa Hafnarsjóði skil á greiðslum. Ef skip hefur ekki farm sinn skráðan ber skipstjóri ábyrgð á greiðslu vörugjaldsins. Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir. Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið sem vörurnar flytur er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr höfninni fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar á skip.

Skipstjóra og afgreiðslumanni skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt.

Hafnarsjóður hefur haldsrétt í skráningar- og þjóðernisskírteinum skips til tryggingar gjaldinu.

Aflagjald og vörugjald af útflutningi skal auk þess tryggt með veði í útflutningsbirgðum þess aðila er skuldar gjöldin.

 

26. gr.

Öll gjöld skv. verðskrá þessari eru án virðisaukaskatts, sbr. 3. tl. 3. gr. laga nr. 50/1988 um virðis­auka­skatt. Skip í eigu erlendra aðila greiða ekki vsk.

 

27. gr.

Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka fjárnámi. Skipagjöldin eru tryggð með lögveði í skipinu og gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðskuldum, sbr. ákvæði 21. gr. hafnalaga nr. 61/2003.

 

Gildistaka.

28. gr.

Gjaldskrá þessi fyrir hafnir Norðurþings er samþykkt af hafnarstjórn Norðurþings í nóvember 2022, skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004. Gjaldskráin gildir frá 1. janúar 2023 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá fyrir Hafnarsjóð Norðurþings nr. 1516/2021.

 

Húsavík, 1. desember 2022.

 

Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 21. desember 2022