Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 752/2021

Nr. 752/2021 25. júní 2021

REGLUR
um fjárhagslegar viðmiðanir.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um nánari framkvæmd laga nr. 7/2021 um fjárhagslegar viðmiðanir, sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 frá 8. júní 2016 um vísitölur sem notaðar eru sem viðmiðanir í fjármálagerningum og fjárhagslegum samningum eða til að mæla árangur fjár­festingarsjóða og um breytingu á tilskipunum 2008/48/EB og 2014/17/ESB og reglugerð (ESB) nr. 596/2014, með breytingum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2089 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) 2016/1011 að því er varðar viðmiðanir ESB vegna loftslagstengdra umbreytinga, viðmiðanir ESB sem eru lagaðar að Parísarsamningnum og upplýsinga­gjöf um sjálfbærni fyrir viðmiðanir.

 

2. gr.

Tilvísanir.

Tilvísun í 7. mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1637 til reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 skal skilja sem tilvísun til laga 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júní 2020, bls. 406-438 og 448-459 og nr. 69 frá 29. október 2020, bls. 203-219, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

 1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1105 frá 8. ágúst 2018 um tækni­lega framkvæmdarstaðla að því er varðar málsmeðferðarreglur og eyðublöð fyrir tilhögun upplýsingamiðlunar lögbærra yfirvalda til Evrópsku verðbréfamarkaðs­eftirlitsstofn­unarinnar samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011, með eftirfarandi aðlög­unum samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 238/2019 frá 27. september 2019:
  Þrátt fyrir ákvæði bókunar 1 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, og nema kveðið sé á um annað í þeim samningi, ber að skilja hugtökin „aðildar­ríki/n“ og „lögbær yfirvöld“ í reglugerð (ESB) 2018/1105 þannig að þau taki til EFTA-ríkjanna og lögbærra yfirvalda þeirra auk merkingar þeirra í reglugerðinni, í þeirri röð.
 2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1106 frá 8. ágúst 2018 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát fyrir samræmisyfirlýsingu sem stjórn­endur mikilvægra viðmiðana og viðmiðana sem ekki eru mikilvægar eiga að birta og viðhalda í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011.
 3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1637 frá 13. júlí 2018 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla fyrir verklagsreglur og einkenni eftirlitsstarfsemi.
 4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1638 frá 13. júlí 2018 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla sem tilgreina nánar hvernig tryggja eigi að inntaksgögn séu viðeigandi og sannreynan­leg, og innri eftirlits- og sannprófunarferla þess sem leggur þau fram, sem stjórn­andi mikil­vægrar eða mjög mikilvægrar viðmiðunar verður að tryggja að séu til staðar ef inntaksgögn koma frá framlínudeild.
 5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1639 frá 13. júlí 2018 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina nánar þætti hátternisreglna sem stjórnendur viðmiðana sem byggjast á inntaksgögnum frá aðilum sem leggja fram gögn eiga að þróa.
 6. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1640 frá 13. júlí 2018 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina nánar kröfur um stjórnarhætti og eftirlit aðila sem leggja fram gögn og eru undir eftirliti.
 7. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1641 frá 13. júlí 2018 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla sem tilgreina nánar upplýsingarnar sem stjórnendur mikilvægra og mjög mikilvægra viðmiðana skulu leggja fram um aðferðafræðina sem notuð er til að ákvarða viðmiðunina, innri endurskoðun og samþykki aðferðafræðinnar og aðferðir fyrir verulegar breytingar á aðferðafræðinni.
 8. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1642 frá 13. júlí 2018 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla sem tilgreina nánar þær forsendur sem lögbær yfirvöld skulu taka tillit til við mat á því hvort stjórnendur mikilvægra viðmiðana eigi að beita tilteknum kröfum.
 9. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1643 frá 13. júlí 2018 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla sem tilgreina nánar inntak yfirlýsingar um viðmiðun sem stjórnandi viðmið­unar skal birta, ásamt tilvikum þar sem uppfærslu er krafist.
 10. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1644 frá 13. júlí 2018 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er varðar tækni­lega eftirlits­staðla sem ákvarða lágmarksinnihald samstarfsfyrirkomulags milli lögbærra yfir­valda þriðju landa þar sem lagarammi og eftirlitsvenjur hafa verið viðurkenndar sem jafngildar.
 11. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1645 frá 13. júlí 2018 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla fyrir form og inntak umsóknar um viðurkenningu til lögbærra yfirvalda tilvís­unar­aðildarríkis og fyrir framsetningu upplýsinga í tilkynningunni til Evrópsku verðbréfa­markaðs­eftirlitsstofnunarinnar (ESMA).
 12. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1646 frá 13. júlí 2018 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla fyrir upplýsingarnar sem á að leggja fram við umsókn um leyfi og við umsókn um skráningu.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í a-m liðum 2. mgr. 13. gr. laga nr. 7/2021 um fjár­hagslegar viðmiðanir, taka gildi þegar í stað.

 

Seðlabanka Íslands, 25. júní 2021.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 25. júní 2021