Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 742/2016

Nr. 742/2016 18. ágúst 2016

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga eða félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði nr. 1042/2013, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein sem verður 3. mgr. svohljóðandi: Íbúðalánasjóði er heimilt að veita undanþágu frá hámarksstærðum skv. 1. mgr. vegna sérstakra aðstæðna þeirra sem framkvæmdaraðili hyggst leigja til og skal framkvæmdaraðili rökstyðja þörf fyrir slíka undanþágu.
  2. 3. mgr. verður 4. mgr. og 4. mgr. verður 5. mgr.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 23. gr. reglugerðarinnar:

Í stað „4.329.000 kr.“ kemur: 4.749.000 kr.
Í stað „724.000 kr.“ kemur: 1.187.000 kr.
Í stað „6.063.000 kr.“ kemur: 6.649.000 kr.

3. gr.

Í stað „4.673.000 kr.“ í 1. mgr. 24. gr. reglugerðarinnar kemur: 5.126.000 kr.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 35. gr. og 1. mgr. 37. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 18. ágúst 2016.

Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.

Bolli Þór Bollason.


B deild - Útgáfud.: 1. september 2016