1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein sem verður 3. mgr. svohljóðandi: Íbúðalánasjóði er heimilt að veita undanþágu frá hámarksstærðum skv. 1. mgr. vegna sérstakra aðstæðna þeirra sem framkvæmdaraðili hyggst leigja til og skal framkvæmdaraðili rökstyðja þörf fyrir slíka undanþágu.
- 3. mgr. verður 4. mgr. og 4. mgr. verður 5. mgr.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 23. gr. reglugerðarinnar:
Í stað „4.329.000 kr.“ kemur: 4.749.000 kr. Í stað „724.000 kr.“ kemur: 1.187.000 kr. Í stað „6.063.000 kr.“ kemur: 6.649.000 kr.
3. gr.
Í stað „4.673.000 kr.“ í 1. mgr. 24. gr. reglugerðarinnar kemur: 5.126.000 kr.
4. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 35. gr. og 1. mgr. 37. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 18. ágúst 2016.
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra.
Bolli Þór Bollason.
|