Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1397/2021

Nr. 1397/2021 2. desember 2021

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja, nr. 414/2021, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

J-liður 1. mgr. fellur niður.

Við 2. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: g. rafknúið dráttartæki.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

Í a-lið 1. mgr. falla niður orðin: rafknúið dráttartæki.

E-liður 1. mgr. verður svohljóðandi:

Eftirvagn I og II (O1 og O2) í notkunarflokknum tjaldvagn, fellihýsi eða hjólhýsi skal skoðaður fjórum árum eftir að ökutækið var fyrst skráð, að skráningarárinu frátöldu og þar á eftir á 24 mánaða fresti.

Í stað orðanna „fólksbifreiðar og eftirvagna“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: Ökutæki.

 

3. gr.

42. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Um prófun ökurita við reglubundna skoðun ökutækis fer samkvæmt reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit.

Aðeins skoðunarstofa sem hlotið hefur starfsleyfi Samgöngustofu til skoðunar ökurita er heimilt að annast skoðanir ökurita skv. 1. mgr. í samræmi við þau skilyrði sem starfsleyfið tiltekur.

 

4. gr.

37. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Við skoðun ökutækis, sem skráð er til flutnings á hættulegum farmi, skal ganga úr skugga um að búnaður ökutækisins í því sambandi uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíkra flutninga. ADR-skoðun gildir að jafnaði í eitt ár frá skoðunardegi nema annað sé tiltekið í ADR-skoðunarhandbók Samgöngustofu.

 

5. gr.

48. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða við reglugerðina:

 1. 2. mgr. fellur brott.
 2. 3. mgr. orðast svo: Kröfur um búnað sem áskilinn er í 1. mgr. 1. gr. I. viðauka við reglugerð þessa skv. liðum 8, 15, 16 og 18 skulu vera uppfylltar eigi síðar en 1. janúar 2023.
 3. 5. mgr. orðast svo: Þrátt fyrir 51. gr. skulu b- og f-liður 1. mgr. 6. gr., 1. mgr. 7. gr. og 2.-3. málsl. 2. mgr. 7. gr. öðlast gildi 1. janúar 2022 og fram til þess tíma skulu ákvæði c-liðar 1. mgr. 4. gr. og 7. gr. reglugerðar nr. 8/2009 halda gildi sínu. Einnig skal 1. málsl. 6. mgr. 6. gr. og 1. málsl. 2. mgr. 7. gr. öðlast gildi 1. janúar 2023 og fram til þess tíma skulu ákvæði 3.-4. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 8/2009 halda gildi sínu.
 4. 6. mgr. orðast svo: Ákvæði 10. gr. reglugerðar nr. 8/2009 heldur gildi sínu til 1. júlí 2022, að því er varðar vegaskoðanir lögreglu.
 5. Við ákvæði til bráðabirgða bætast þrjár nýjar málsgreinar svohljóðandi:
    Þrátt fyrir e-lið 1. mgr. 6. gr. skulu eftirvagnar í notkunarflokknum tjaldvagn, fellihýsi eða hjólhýsi, fyrst skráðir 2004 og á slétttöluárum fyrir það ár (2002, 2000, 1998 o.s.frv.), sem færðir voru til reglubundinnar skoðunar á Íslandi á árinu 2021, næst færðir til reglu­bundinnar skoðunar árið 2024 og annað hvert ár eftir það, í samræmi við 1. málsl. e-liðar 1. mgr. 6. gr.
    Þrátt fyrir f-lið 1. mgr. 6. gr. skulu ökutæki í notkunarflokknum fornökutæki, sem eru með fyrstu skráningu á slétttöluári en nýskráningarár á oddatöluári, og voru færð til reglubundinnar skoðunar á Íslandi á árinu 2021, næst færð til reglu­bundinnar skoðunar á árinu 2024 og annað hvert ár eftir það, í samræmi við 1. málsl. Ökutæki í sama flokki og skv. 1. málsl., sem eru með fyrstu skráningu á oddatöluári en nýskráningarár á slétttöluári, og voru færð til reglu­bundinnar skoðunar á Íslandi á árinu 2020, skulu færð næst til reglu­bundinnar skoðunar á árinu 2023 og annað hvert ár eftir það.
    Fram til 1. janúar 2023 er heimilt að veita 30 daga frest til viðbótar áður útgefnum fresti vegna endurskoðunar að því tilskildu að áður útgefinn frestur sé ekki útrunninn. Slíkan frest er aðeins heimilt að veita ef ekki er unnt að útvega varahluti til viðgerða á ökutæki eða fá tíma fyrir ökutæki á verkstæði til viðgerðar til að bæta úr athugasemd eða athugasemdum sem leiddu til endurskoðunar ökutækisins. Skoðunarstofa veitir frestinn og getur, teljist þess þörf, óskað eftir staðfestingu á því að framangreind skilyrði undanþágu séu uppfyllt. Veiti skoðunarstofa frestinn skal nýr skoðunarmiði skv. b-lið 6. mgr. 23. gr. settur á ökutækið eða staðfesting á veittum fresti send eiganda ökutækis (umráðanda) með rafrænum hætti.

 

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. I. viðauka við reglugerðina:

3. tölul. 1. mgr. orðast svo: Að því er varðar prófun á ökutæki, keflahemlaprófari, sem getur mælt, sýnt og skráð hemlunarkrafta og loftþrýsting í lofthemlakerfi, í samræmi við viðauka A við ÍST ISO-staðal 21069-2:2008 um tæknilegar kröfur um keflahemlaprófara eða jafngilda staðla.

10. tölul. 1. mgr. orðast svo: Greiningartæki fyrir fjórar lofttegundir (e. 4-gas analyser) í sam­ræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/32/ESB, sbr. reglugerð um mælitæki nr. 486/2006.

12. tölul. 1. mgr. orðast svo: Einn miðunarbúnaður fyrir aðalljósker, sem gerir kleift að prófa stillingar aðalljóskersins í samræmi við ákvæðin um stillingu aðalljóskera vélknúinna ökutækja í samræmi við reglugerð (EB) nr. 661/2009, sbr. reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004; auðvelt þarf að vera að greina skilin á milli birtu og myrkurs í dagsljósi (án þess að um sé að ræða beint sólarljós).

14. tölul. 1. mgr. orðast svo: Tæki til að tengjast rafrænum skilfleti ökutækis, eins og skönn­unar­tæki fyrir innbyggt greiningartæki (e. OBD scan tool).

 

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 69. gr., 74. gr. og 81. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 2. desember 2021.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


B deild - Útgáfud.: 6. desember 2021