1. gr.
Við 2. gr. reglnanna bætist ný málsgrein og verður 4. mgr., svohljóðandi:
Fjármálafyrirtæki skal birta upplýsingar um vogunarhlutfall sem koma fram í reglugerð (ESB) 2016/200 frá 15. febrúar 2016, með þeim hætti og með þeirri tíðni sem kveðið er á um í reglugerðinni.
2. gr.
Við 1. mgr. 3. gr. reglnanna bætist nýr töluliður og verður 4. töluliður, svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/200 frá 15. febrúar 2016, um tæknilega framkvæmdarstaðla varðandi birtingu upplýsinga um vogunarhlutfall fjármálafyrirtækja, sem sett er á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 2. mgr. 3. gr. reglnanna:
- Í stað orðanna „og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1555“ kemur: og reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1555 og 2016/200.
- Við bætist nýr töluliður og verður 4. töluliður, svohljóðandi:
- http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1507300659508&uri=CELEX: 32016R0200, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 39, þann 16. febrúar 2016, bls. 5-25.
4. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar eru settar með heimild í b-lið 2. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Fjármálaeftirlitinu, 18. október 2017.
Unnur Gunnarsdóttir.
Sigurður Freyr Jónatansson.
|