1. gr.
Ríkisskattstjóri skal eigi síðar en 30. júní 2017 hafa lokið álagningu opinberra gjalda á menn. Álagningu lögaðila með sjálfstæða skattaðild skal vera lokið eigi síðar en 31. október 2017. Álagningu á lögaðila sem fengið hafa heimild til að hafa annað reikningsár til skattskila en almanaksárið skal lokið eigi síðar en sex mánuðum eftir að því reikningsári lýkur.
2. gr.
Auglýsing þessi, sem sett er með heimild í 93. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 3. janúar 2017.
F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.
Ingibjörg Helga Helgadóttir.
|