Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 51/2020

Nr. 51/2020 3. júní 2020

LÖG
um breytingu á lögum um leigubifreiðar, nr. 134/2001 (innlögn atvinnuleyfis).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Þrátt fyrir 5. mgr. 9. gr. getur leigubifreiðastjóri sem hafið hefur nýtingu atvinnuleyfis lagt leyfið inn. Ákvæði þetta gildir til 31. desember 2020.

 

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört í Reykjavík, 3. júní 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Sigurður Ingi Jóhannsson.


A deild - Útgáfud.: 5. júní 2020