Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1259/2017

Nr. 1259/2017 18. desember 2017

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 319/2009 um inntökuskilyrði í grunnnám við Háskóla Íslands.

1. gr.

Á eftir 2. mgr. 9. gr. reglnanna bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:

Nemendur sem lokið hafa námi í hjúkrunarfræði frá erlendum háskólum og hafa fengið hjúkr­unar­leyfi í heimalandi geta sótt um undanþágu frá því að gangast undir inntökupróf í hjúkrunar­fræði­deild. Sviðsstjóri kennslusviðs tekur ákvörðun um hvort fallist er á undanþágubeiðni, að fenginni umsögn deildar, sbr. einnig ákvæði 47. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 um inntöku stúdenta. Við mat á umsókn um undanþágu er tekið mið af fyrra námi umsækjanda og umsögn frá embætti landlæknis um hæfi umsækjanda til að fá íslenskt hjúkrunarleyfi, þ.e. hvaða námskeið eða klíníska þjálfun umsækjanda vantar til að fá íslenskt hjúkrunarleyfi.

2. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, eru settar samkvæmt heimild í 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 18. desember 2017.

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 5. janúar 2018