Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1309/2016

Nr. 1309/2016 28. desember 2016

AUGLÝSING
frá ríkisskattstjóra um frest til að skila umsókn um lækkun á fyrirframgreiðslu þinggjalda á árinu 2017.

  1. Frestur til að skila umsóknum um lækkun á fyrirframgreiðslu ársins 2017, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 1168/2016, er til 3. apríl nk. vegna manna, en til 31. maí 2017 vegna lög­aðila. Umsóknir ásamt gögnum skulu því í síðasta lagi hafa verið sendar rafrænt á net­fangið [email protected] fyrir lok umsóknarfrests.
  2. Forsendur fyrir lækkun fyrirframgreiðslunnar eru þær að skatt- eða gjaldstofnar vegna tekju­ársins 2016 séu a.m.k. 25% lægri en þeir stofnar sem fyrirframgreiðslan ákvarðast af, þ.e. tekjuárið 2015, og að álögð gjöld 2017 muni af þeim sökum að lágmarki verða 50.000 kr. lægri en við álagningu 2016.
  3. Umsækjanda ber að sýna fram á forsendur fyrir lækkun á fyrirframgreiðslu með fram­lagningu skattframtals 2017 ásamt lögboðnum fylgiskjölum. Ársreikningar skulu fylgja skatt­framtölum rekstraraðila. Hafi umsækjandi skilað rafrænu framtali 2017 ásamt fylgi­gögnum er nægilegt að vísa til þess í umsókninni.
  4. Vakin er athygli á því að heimilt er að óska eftir endurupptöku á ákvörðun ríkisskattstjóra innan þriggja mánaða frá dagsetningu úrskurðar.
  5. Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 1168/2016 og taka þegar gildi.

Reykjavík, 28. desember 2016.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.


B deild - Útgáfud.: 10. janúar 2017