Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 392/2022

Nr. 392/2022 30. mars 2022

GJALDSKRÁ
fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar.

1. gr.

Fyrir matvæla-, áburðar-, sáðvöru- og fóðureftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvæla­stofnunar skulu fyrirtæki, einstaklingar og lögaðilar greiða eftirlitsgjald í samræmi við gjaldskrá þessa. Gjald skal ekki vera hærra en raunkostnaður við eftirlitið til að standa straum af launum starfs­fólks sem sinnir störfum vegna eftirlits, öðrum kostnaði vegna starfsfólks, þ.m.t. vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar, ferðalaga og tengds kostnaðar. Einnig skal greiða gjald vegna kostnaðar við sýnatöku og greiningu á rannsóknastofu.

 

2. gr.

Gjald fyrir reglubundið eftirlit með fyrirtækjum sem hafa verið áhættuflokkuð er 24.544 kr./klst. Aðeins er greitt fyrir eftirlit sem framkvæmt er á eftirlitsstað og greitt er fyrir hvern hafinn stundar­fjórðung.

Falli reglubundið eftirlit með fyrirtækjum ekki undir 1. mgr. skal greiða eftirlitsgjald skv. 9. gr.

Til viðbótar við ofangreind gjöld skal greiða kr. 3.600 akstursgjald fyrir hverja eftirlits­heimsókn.

 

3. gr.

Af leyfisskyldri starfsemi skal greiða gjald fyrir útgáfu leyfis sem nemur einu tímagjaldi, kr. 9.818, hvort sem um er að ræða nýja starfsemi eða endurnýjun leyfis. Fyrir skráningu fóður­fyrirtækja og skráningu fóðurs skal greiða gjald sem nemur hálfu tímagjaldi, þ.e. kr. 4.909.

 

4. gr.

Greiða skal gjald vegna vinnu við inn- og útflutning samkvæmt neðangreindri töflu:

Inn- og útflutningur Gjald kr.
Útflutningur dýraafurða, allt að 5,0 kg 2.822
Útflutningsvottorð dýraafurða umfram 5,0 kg 6.872
Útflutningsvottorð á heyi 6.872
Útflutningsskoðun hrossa pr. dýr 6.708
Útflutningsvottorð, sjávarafurðir 4.909
Útflutningsvottorð, lifandi hrogn 4.909
Útflutningsvottorð, lifandi seiði 4.909
Útflutningur plantna og plöntuafurða, þar með talið viðarumbúðir og fræ 4.909
Innflutningseftirlit, notaðra landbúnaðartækja 34.361
Innflutningseftirlit, sæði hunda 9.818
Innflutningseftirlit, hundar og kettir 39.270
Innflutningseftirlit, önnur gæludýr 9.818
Innflutningseftirlit, með sáðvöru (s.s. fræ og sáðkorn), utan EES 9.818
Innflutningseftirlit, áburður, 1-5 tegundir í sendingarnúmeri 1.473
Innflutningseftirlit, áburður, 6-10 tegundir í sendingarnúmeri 2.454
Innflutningseftirlit, áburður, yfir 10 tegundir í sendingarnúmeri 2.945
Innflutningseftirlit, áburður, skráning áburðarinnflytjanda 4.909
Innflutningseftirlit, áburður, skráning áburðartegundar, hver tegund 4.909
Afgreiðsla tilkynninga um innflutning fóðurs fyrir dýr til matvælaframleiðslu 4.909
Afgreiðsla tilkynninga um innflutning fóðurs fyrir gæludýr 4.909
Útflutningseftirlit, sauðfjársæði 4.909
Útflutningsáritun, hundar og kettir 1.999

Gjald fyrir annað inn- og útflutningseftirlit skal greiðast samkvæmt tímagjaldi, sbr. 9. gr.

 

5. gr.

Eftirlitsgjald vegna heilbrigðisskoðunar á sláturdýrum, sbr. 11. gr. laga um slátrun og slátur­afurðir nr. 96/1997 er kr. 5,50 fyrir hvert kíló kindakjöts, kr. 6,80 fyrir hvert kíló svínakjöts, kr. 4,80 fyrir hvert kíló nautgripakjöts, kr. 6,90 fyrir hvert kíló hrossakjöts og kr. 1,30 fyrir hvert kíló ali­fugla­kjöts. Gjaldið greiðist samkvæmt innvegnu magni kjöts í afurðastöð í samræmi við framleiðslu­skýrslur sláturleyfishafa til Matvælastofnunar. Sláturleyfishafa er skylt að skila undir­ritaðri fram­leiðslu­skýrslu mánaðarlega fyrir 15. hvers mánaðar fyrir framleiðslu liðins mánaðar. Framleiðslu­skýrsla skal undirrituð af framkvæmdastjóra eða af öðrum aðila fyrir hans hönd.

 

6. gr.

Eftirlitsgjald vegna aðskotaefnamælinga í mjólk, eggjum og lagardýrum skal greiða samkvæmt framlögðum framleiðslumagnstölum framleiðenda á hverju sex mánaða tímabili, annars vegar janúar-júní og hins vegar júlí-desember og skulu upplýsingar um framleiðslumagn hafa borist Matvæla­stofnun eigi síðar en 15 dögum eftir lok tímabils. Berist upplýsingar ekki innan tilskilins frests skal Matvælastofnun innheimta eftirlitsgjald samkvæmt áætluðu framleiðslumagni.

Eftirlitsgjald fyrir aðskotaefnamælingar í mjólk er kr. 78 á hverja þúsund lítra af innveginni mjólk hjá afurðastöð.

Eftirlitsgjald fyrir aðskotaefnamælingar í eggjum er kr. 675 fyrir hvert framleitt tonn hjá eggja­framleiðendum.

Eftirlitsgjald fyrir aðskotaefnamælingar í lagardýrum er kr. 517 fyrir hvert framleitt tonn af lagar­dýrum/óslægðum fiski hjá eldisstöðvum.

 

7. gr.

Árlegt eftirlitsgjald vegna opinberra eftirlitssýna í fóðri byggir á áhættuflokkun fóður­fram­leiðslu­fyrirtækja og fer gjaldið samkvæmt eftirfarandi töflu og greiðist á sex mánaða fresti, annars vegar fyrir janúar-júní og hins vegar fyrir júlí-desember:

Áhættuflokkur Eftirlitsgjald kr.
Fyrirtæki í áhættuflokki 2 802.965     
Fyrirtæki í áhættuflokki 3 430.160     
Fyrirtæki í áhættuflokki 4 315.450     
Fyrirtæki í áhættuflokki 5 229.419     
Fyrirtæki í áhættuflokki 7 63.090     
Fyrirtæki í áhættuflokki 8 42.299     

 

8. gr.

Gjald fyrir umsókn um rekstrarleyfi í fiskeldi (ný umsókn, breytt tegund eða stækkun) skal vera sem hér segir og er umsókn ekki tekin til afgreiðslu fyrr en gjaldið hefur verið greitt:

Rekstrarleyfisflokkar Umsókn um rekstrarleyfi kr.
1. flokkur - landeldi B/C* flokkur (51 klst.) 500.693          
2. flokkur - landeldi A* flokkur (62 klst.) 608.685          
3. flokkur - sjókvíaeldi annað B/C* flokkur (76 klst.) 746.130          
4. flokkur - sjókvíaeldi annað A* flokkur (86 klst.) 844.305          
5. flokkur - sjókvíaeldi laxfiskar B/C* flokkur (118 klst.) 1.158.465          
6. flokkur - sjókvíaeldi laxfiskar A* flokkur (158 klst.) 1.551.165          

* A flokkur á við þegar framkvæmdir eru háðar mati á umhverfisáhrifum hjá Skipulags­stofnun, en B og C flokkur er ekki háður slíku mati.

Fyrir aðra vinnu vegna rekstrarleyfa fiskeldis, meðal annars endurnýjun rekstrarleyfis, framsal, o.fl., skal greitt tímagjald skv. 9. gr. Sama gildir um vinnu vegna skráningar fiskeldisstöðvar, úttekt vegna skráningar og vinnu sem tengist breytingu á skráningum.

 

9. gr.

Fyrir annað eftirlit en tilgreint er í gjaldskrá þessari skal greiða tímagjald að fjárhæð 9.818 kr./klst. Tímagjald greiðist einnig vegna vinnu við leyfisveitingar og fyrir viðbótareftirlit ásamt tíma sem fer í ferðir, undirbúning og frágang. Fari eftirlit fram utan venjulegs vinnutíma, milli kl. 08.00-17.00 á virkum dögum, skal greiða tímagjald að fjárhæð 14.506 kr./klst. Greiða skal kr. 3.600 akstursgjald fyrir hverja eftirlitsheimsókn. Auk þess skal kostnaður vegna rannsókna og greininga ásamt umsýslu­kostnaði greiðast af eftirlitsþola.

 

10. gr.

Gjalddagi skal vera 15 dögum frá útgáfu reiknings. Eindagi gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er 15 dögum eftir gjalddaga. Heimilt er að krefjast dráttarvaxta af ógreiddri fjárkröfu vegna eftirlits frá og með gjalddaga og fram að greiðsludegi, sé reikningur ekki greiddur á eindaga. Heimilt er að innheimta kostnað sem hlýst af innheimtu gjalda séu þau ekki greidd á eindaga.

 

11. gr.

Matvælastofnun annast innheimtu eftirlitsgjalda samkvæmt reglugerð þessari. Rísi ágreiningur um gjaldskyldu eða önnur atriði er varða framkvæmd reglugerðarinnar sker sjávarútvegs- og land­bún­aðar­ráðherra úr þeim ágreiningi.

Innheimta má eftirlitsgjaldið með fjárnámi án undangengins dóms eða sáttar.

 

12. gr.

Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 25. og 26. gr. laga um matvæli nr. 93/1995, 11. gr. laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr nr. 66/1998, 8. og 8. gr. a. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, 15. gr. laga nr. 90/2011 um skeldýrarækt, 33. gr. laga nr. 55/2013 um vel­ferð dýra, 14. og 14. gr. a. laga nr. 71/2008 um fiskeldi, 18. gr. a laga um innflutning dýra nr. 54/1990, 32. gr. laga um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefð­bundinnar sér­stöðu nr. 130/2014, 2. gr. laga um útflutning hrossa nr. 27/2011 og 2. mgr. 3. gr. laga nr. 51/1981 um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum.

Gjaldskrá þessi öðlast þegar gildi og á sama tíma fellur gjaldskrá nr. 220/2018 brott.

 

Matvælaráðuneytinu, 30. mars 2022.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Kolbeinn Árnason.


B deild - Útgáfud.: 4. apríl 2022