Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 36/2020

Nr. 36/2020 3. janúar 2020

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 929/2006 um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða í dálkinum „Lagagrein“ í töflu viðauka I við reglugerðina:

  1. Í stað „5. gr.“ kemur: 7. gr.
  2. Í stað „1.-2. mgr.“ undir 5. gr. kemur: 1. og 3. mgr.
  3. Í stað „3. mgr.“ undir 5. gr. kemur: 5. mgr.
  4. Í stað „10. gr.“ kemur: 14. gr.
  5. Í stað „13. gr.“ kemur: 17. gr.
  6. Í stað „17. gr.“ kemur: 20. gr.
  7. Í stað „18. gr.“ kemur: 21. gr.
  8. Í stað „19. gr.“ kemur: 22. gr.
  9. Í stað „20. gr.“ kemur: 23. gr.
  10. Í stað „21. gr.“ kemur: 24. gr.
  11. Í stað „22. gr.“ kemur: 25. gr.
  12. Í stað „2. mgr.“ undir 22. gr. kemur: 3. mgr.
  13. 24. gr. fellur brott.
  14. Í stað „25. gr.“ kemur: 26. gr.
  15. Í stað „26. gr.“ kemur: 27. gr.
  16. Í stað „5.-6. mgr.“ undir 26. gr. kemur: 3.-4. mgr.
  17. Í stað „32. gr.“ kemur: 34. gr.
  18. Í stað „2. mgr.“ undir 32. gr. kemur: 1. mgr.
  19. Í stað „41. gr.“ kemur: 45. gr.
  20. Í stað „47. gr. a.“ kemur: 57. gr.
  21. Í stað „48. gr.“ kemur: 58. gr.
  22. Í stað „71. gr.“ kemur: 77. gr.
  23. Í stað „6. mgr.“ undir 71. gr. kemur: 5. mgr.
  24. Í stað „72. gr.“ kemur: 78. gr.
  25. 2. mgr. undir 72. gr. fellur brott.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða í dálkinum „Tegund brots“ í töflu viðauka I við reglugerðina:

  1. Á eftir orðunum „eða á vegamótum“ við 1. mgr. 22. gr. bætast orðin: eða gangbraut.
  2. Málsliðirnir „Framúrakstur við gangbraut“ og „Ekið fram úr rétt áður en komið er að gang­braut eða á henni“ við 24. gr. falla brott.
  3. Í stað orðanna „Notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiðar“ við 1. mgr. 47. gr. a kemur: Notkun farsíma eða snjalltækis án handfrjáls búnaðar við akstur.
  4. Orðin „yngri en 15 ára“ við 2. mgr. 72. gr. falla brott.

 

3. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 3. janúar 2020.

 

F. h. r.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Sigurbergur Björnsson.


B deild - Útgáfud.: 24. janúar 2020